Beint í efni

Hvað á að setja í sundtöskuna?

Hér er okkar tillaga að húðrútínu sem smellpassar eftir sund!

Húðrútína og húðvörur eftir sund.

Við erum með nokkur góð ráð til að halda húðinni heilbrigðri og hamingjusamri eftir sundferðir sumarsins.

Loksins, loksins er sumarið komið — og við hjá BIOEFFECT getum ekki hætt að hugsa um sólina, sjóinn og ströndina. Líkt og flestir Íslendingar hlökkum við nú samt mest af öllu til að svamla í sundi í góða veðrinu.

Hvort sem þú ætlar að prófa nýjar náttúrulaugar, skella þér í hressandi sjósund eða bara liggja í pottinum þá erum við með nokkur góð ráð til að halda húðinni heilbrigðri og hamingjusamri í allt sumar.

Hér er okkar tillaga að húðrútínu sem smellpassar eftir sund.

Hér er okkar tillaga að húðrútínu sem smellpassar eftir sund.

1. Vernda.

Gættu þess að verja húðina fyrir sól og skaðlegum UV geislum og settu alltaf á þig sólarvörn áður en þú dýfir þér í laugina. Veldu náttúrulega en áhrifaríka sólarvörn með öflugum SPF stuðli sem myndar verndandi lag á húðinni. Það er ekki síður mikilvægt að verja húðina fyrir klór, mengun og öðrum skaðvöldum. Í því ljósi er afar mikilvægt að halda húðinni heilbrigðri og vel nærðri yfir allt árið. Við mælum með reglulegri notkun EGF Body Serum á líkamann ásamt þínu eftirlætis serumi eða kremi frá BIOEFFECT.

2. Hreinsa.

Skolaðu af þér um leið og þú kemur upp úr. Við viljum ekki að klór, salt og önnur ertandi efni sitji lengi á húðinni. Í leiðinni er tilvalið að nota Volcanic Exfoliator andlitsskrúbbinn. Hann er mildur en afar áhrifaríkur og fjarlægir dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar. Skrúbburinn inniheldur andoxunarefnið E-vítamín auk sólblómaolíu og glýseríns og skilur því við húðina vel nærða og mjúka. Við mælum með notkun 1-2 í viku til að tryggja hámarksárangur.

3. Undirbúa.

Þegar húðin er enn rök eftir sturtuna mælum við með að bera EGF Essence á andlitið. Það er góð ástæða fyrir því að EGF Essence er alltaf kallað töfravatn hér í höfuðstöðvum BIOEFFECT – þetta létta andlitsvatn er hinn fullkomni rakagefandi grunnur sem undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT serum eða andlitskrem og eykur enn frekar á virkni EGF prótínsins.

4. Næra.

Húðin verður gjarnan þurr eftir sund. Raki er lykillinn að heilbrigðri húð, og einmitt þess vegna er svo mikilvægt að nota gott og nærandi rakakrem eftir sundferðina. Húðvörur BIOEFFECT eiga það sameiginlegt að gefa húðinni mikinn og góðan raka á sama tíma og þær fyrirbyggja eða vinna á sjáanlegum merkjum öldrunar. Við mælum sérstaklega með EGF Body Serum á líkamann og andlitskremunum okkar, Hydrating Cream eða EGF Power Cream.

5. Drekka vatn.

Við eigum enn margt ólært um tengslin á milli vatnsdrykkju og heilbrigði húðarinnar. Við hljótum samt öll að geta sammælst um að það er mikilvægt að drekka nóg af vatni. Þetta á sérstaklega við eftir sundferð eða æfingu, þegar líkaminn hefur tapað töluverðu magni af vökva. Geymdu brúsa í töskunni – og mundu að fá þér svalandi sopa eftir sund!

Sumarlegt sett sem fer vel í sundtöskuna.

Nú er hægt að kaupa tvær af okkar allra vinsælustu vörum, EGF Serum og EGF Body Serum, á sérstökum kjörum. Vörurnar koma saman í grænni og sumarlegri snyrtitösku sem er tilvalið að taka með í sund!

Hleð inn síðu...