Beint í efni

Heilbrigð og vel nærð húð í sumar.

Árstíðabreytingar hafa áhrif á rakastig húðarinnar. Við mælum með Hydrating Cream Value Set til að veita húðinni léttan en djúpan raka sem endist allan daginn.

Hvernig á að hugsa um húðina yfir sumarið?

Árstíðabreytingar hafa óhjákvæmileg áhrif á ástand og rakastig húðarinnar. Yfir sumartímann getur hærri hiti, sólarljós eða aukin útivera haft áhrif á getu húðarinnar til að viðhalda raka . Sólarljós og UV geislar eru auk þess sá þáttur sem hefur hvað mest að segja um myndun fínna lína og sjáanleg merki öldrunar á húðinni.

Á sólríkum sumardögum viljum við flest forðast þungar og olíukenndar vörur sem verða gjarnan klístraðar á húðinni í miklum hita og sólskini. Á sama tíma er mikilvægt að veita húðinni nauðsynlegan raka yfir sumartímann.

Lausnin: Hydrating Cream Value Set.

Nú er Hydrating Cream, vinsæla rakakremið okkar, fáanlegt í sérstöku húðvörusetti. Settinu fylgir Hydrating Cream í fullri stærð ásamt þremur vinsælum húðvörum í ferðastærðum: Micellar Cleansing Water, Volcanic Exfoliator og EGF Essence. Allar vörurnar eru blandaðar með hreinu íslensku vatni og fáum sérvöldum innihaldsefnum sem þrífa húðina og veita henni raka. Húðvörusettið verður aðeins fáanlegt í takmarkaðan tíma. Tryggðu þér eintak og sjáðu til þess að halda húðinni hreinni, vel nærðri og ljómandi í allt sumar!

Sumarleg húðrútína.

SKREF 1

Vættu bómullarskífu með Micellar Cleansing Water, milda en áhrifaríka hreinsivatninu okkar. Strjúktu mjúklega yfir andlit, augnsvæði og háls þangað til öll óhreinindi hafa verið fjarlægð. Það þarf ekki að skola hreinsivatnið af húðinni eftir notkun. Það er því sérstaklega hentugt í ferðalög sumarsins þegar aðgangur að hreinu vatni er ef til vill takmarkaður.

SKREF 2

Því næst skaltu setja Volcanic Exfoliator á hreina og raka húðina og skrúbba varlega með hringlaga hreyfingum. Passaðu að varan berist ekki í augun. Andlitsskrúbburinn inniheldur örfínar hraunagnir, fínmalaðan apríkósukjarna og aselsýru sem slípa yfirborð húðarinnar, fjarlægja dauðar húðfrumur, hreinsa húðholur og skilja við húðina hreina og slétta. Notið 1-2 í viku eða eftir þörfum.

SKREF 3

Helltu EGF Essence í lófann og þrýstu inn í húðina á andliti og niður á háls. Þetta veitir húðinni aukalag af raka, undirbýr hana fullkomlega fyrir húðvörurnar sem fylgja á eftir og greiðir fyrir upptöku þeirra. Þannig getur þetta dásamlega rakavatn hámarkað árangur húðrútínunnar.

SKREF 4

Að lokum skaltu bera Hydrating Cream, olíu- og ilmefnalausa rakakremið okkar á húðina. Það inniheldur hreint, íslenskt vatn, E-vítamín, hýalúronsýru og EGF úr byggi til að veita húðinni léttan en djúpan og langvarandi raka sem endist allan daginn.

Raki sem endist allan daginn.

Við notum eins fá og hrein innihaldsefni og hægt er í allar okkar vörur. Hydrating Cream, sem fylgir húðvörusettinu, inniheldur aðeins 16 sérvalin efni og er án olíu, ilmefna, alkóhóls, glútens og parabena. Þetta lauflétta og endurnærandi rakakrem er blandað með hreinu íslensku vatni ásamt öðrum efnum sem djúpnæra húðina og halda henni sléttri, mjúkri og sýnilega vel nærðri. Við mældum árangurinn í sjálfstæðri innanhússrannsókn. Niðurstöðurnar sýndu að notkum kremsins gat aukið rakastig húðarinnar um allt að 57% og enst í allt að 12 klukkustundir.

Aðeins 16 hrein efni sem hámarka raka.

Hydrating Cream inniheldur hýalúronsýru í ríku magni – efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra getur bundið allt að þúsundfalda þyngd sína í vatni og gegnir því afar mikilvægu hlutverki við að binda og viðhalda raka. Hydrating Cream inniheldur líka E-vítamín – eitt þekktasta og áhrifamesta andoxunarefnið fyrir bæði líkama og húð. E-vítamín verndar húðina fyrir skaðlegum áhrifum sindurefna auk þess að jafna áferð og húðlit.

Hydrating Cream er sérstaklega létt og smýgur hratt inn í húðina. Þetta kraftaverkakrem er olíulaust svo húðin verður bæði mjúk og ljómandi án þess að verða feit, olíukennd og glansandi. Alveg kjörið á sólríkum sumardögum, eða einfaldlega fyrir þá sem kjósa léttar og endurnærandi formúlur. Sjáðu til þess að halda húðinni mjúkri, þéttri, geislandi og – það mikilvægasta af öllu – vel nærðri!

Ráð í boði BIOEFFECT:

1)

Berðu EGF Serum á húðina áður en þú notar Hydrating Cream. Rannsóknir okkar sýna að rakastig húðarinnar eykst svo um munar þegar þessar einstöku vörur eru notaðar saman!

2)

Berðu Hydrating Cream á húðina og notaðu OSA Water Mist reglulega yfir daginn. Þetta létta andlitssprey sér til þess að viðhalda heilbrigðu rakastigi yfir allan daginn.

Nú fæst OSA Water Mist með 20% afslætti.

Hleð inn síðu...