Beint í efni

Þurr húð: Orsakir, meðhöndlun og fyrirbyggjandi lausnir.

Hvað veldur þurri húð, og hvernig getum við meðhöndlað hana? Hér höfum við safnað saman upplýsingum um húðþurrk, vökvatap í húð, UV geislun, svokallað photoaging og síðast en ekki síst þau efni sem næra húðina og gefa henni raka.

Hvað veldur þurrki í húð?

Þurrkur í húð stafar yfirleitt af því að húðin tapar vökva of hratt. Aftur á móti geta verið fjölmargar undirliggjandi ástæður fyrir vökvatapi í húðinni og skertri getu hennar til að viðhalda raka. Hér er listi yfir helstu ástæðurnar:

Húðin um veturinn og í miklum kulda

1. Loftslag og veðurskilyrði.

Fyrir flest okkar er þetta líklega algengasta orsökin fyrir húðþurrki. Það eru einkum kuldi og lítill loftraki sem geta haft neikvæð áhrif á rakastig húðarinnar. Flest upplifum við því einna helst þurra húð á veturna.

P.S. Vertu vakandi fyrir þurru lofti, t.d. á loftræstri skrifstofu eða í skólanum.

Meðferð sem styrkir varnarlag húðarinnar

2. Umhverfisþættir.

Húðin þarf að þola margt í amstri dagsins. Áreiti úr umhverfinu á borð við sólarljós, geislun, mengun, svifryk, óhreinindi og reyk geta haft skaðleg áhrif á ysta varnarlag húðarinnar og þar með stuðlað að þurrki.

Getur lífstíll haft áhrif á raka húðarinnar?

3. Lífsstíll.

Það er svo ótal margt sem við gerum á hverjum degi sem getur haft áhrif á húðina. Svo eitthvað sé nefnt geta mataræði, vissar vörur sem fjarlægja náttúrulegar olíur af húðinni, lítil vatnsneysla, skaðlegar baðvenjur (langar og mjög heitar sturtur, grófir skrúbbar, steinefnaríkt vatn o.s.frv.) eða ertandi þvottaefni stuðlað að þurrki. Svo finnst okkur sérstaklega mikilvægt að nefna að streita og stress geta haft neikvæð áhrif á húðina!

Hvernig á að meðhöndla þurra húð á andliti og bringu

4. Heilsa.

Í vissum tilvikum getur þurrkur í húðinni stafað af undirliggjandi ástæðum á borð við erfðir, lyfjanotkun eða sjúkdóma (t.d. exem, psoriasis eða sykursýki), sem geta haft áhrif á húðina.

Áhrif aldurs á húðina

5. Aldur.

Húðin breytist samhliða hækkandi aldri. Hún þynnist, tapar teygjanleika og fínar línur og hrukkur láta á sér kræla. Með góðri húðimhirðu er hægt að draga úr snemmbærum merkjum öldrunar á húðinni.

Hvernig á að meðhöndla þurra húð?

Yfirleitt er nokkuð einfalt að meðhöndla vægan þurrk í húð. Ef þú þekkir helstu orsakirnar fyrir þurrki er einfalt að bregðast við þeim: verndaðu húðina fyrir umhverfisþáttum á borð við hitabreytingar og sólargeisla með því að nota góða sólarvörn og bera vörur á húðina sem styrkja ysta varnarlag hennar. Smáar lífstílsbreytingar eða breytingar á hversdagslegum venjum, t.d. á mataræði eða baðvenjum, geta haft heilmikil áhrif á húðina. Að lokum getur góð og heilbrigð húðumhirða skipt sköpum: mild, náttúruleg og áhrifarík efni sem veita bæði raka og næringu geta bætt rakastig og heilbrigði húðarinnar svo um munar.

Hefur sólarljós áhrif á rakastig húðarinnar og getu hennar til að viðhalda raka?

Já, á því liggur enginn vafi. Raunar er sólarljós einn veigamesti þátturinn þegar kemur að heilbrigði og snemmbærum öldrunarmerkjum húðarinnar. Andstætt því sem margir halda þá hefur sólin og tilheyrandi UV-geislar áhrif á húðina allan ársins hring – ekki bara á sumrin. Svo lengi sem þú ert úti getur húðin orðið fyrir áreiti skaðlegra geisla. Yfir vetrartímann geta snjór og klakalög endurkastað sólarljósinu, sem þýðir að þú ættir að vera vel vakandi og muna líka eftir sólarvörninni yfir köldustu mánuði ársins.

Margir ólíkir þættir geta stuðlað að snemmbærum öldrunarmerkjum í húð (gjarnan kallað photoaging). Þar af er sólarljós einn sá veigamesti. Afleiðingarnar geta verið minni teygjanleiki og minnkuð geta húðarinnar til að draga til sín og viðhalda raka. UV-geislar skaða ekki einungis ysta lag húðarinnar, heldur geta þeir einnig haft áhrif í dýpri húðlögunum. Fyrir vikið dregur m.a. úr getu húðarinnar til að viðhalda heilbrigðu rakastigi. Þess vegna skaltu muna að bera reglulega á þig sólarvörn næst þegar þú liggur á sundlaugarbakkanum, ferð á sólarströnd og meira að segja þegar þú skellir þér á skíði. Þú ættir líka að muna að næra húðina vel eftir langan tíma utandyra.

Hvað er vökvatap í húð og hvernig getum við komið í veg fyrir það?

Talað er um vökvatap í húðinni (oft nefnt transepidermal water loss), þegar húðin missir raka úr innri húðlögunum (e. dermis) og hann sleppur út í gegnum ysta húðlagið (e. epidermis). Ef þetta gerist of hratt er húðin að tapa meiri vökva en hún getur viðhaldið. Það gæti verið merki um skerta virkni í varnarlagi húðarinnar. Afleiðingin er þurr húð sem skortir raka. Þurri húð fylgir gjarnan erting og kláði auk þess sem hún getur farið að flagna.

Val á húðvörum getur haft áhrif á getu húðarinnar til að ná til sín og viðhalda raka auk þess að styrkja ysta varnarlag hennar. Þú ættir að leita eftir vörum með innihaldsefnum sem næra og efla náttúrulega hæfni húðarinnar til að viðhalda vökva. Við mælum alltaf með vörum úr línunni okkar sem innihalda EGF prótín úr byggi – boðskiptaprótín sem hefur einstaka rakabindandi eiginleika.

Hvaða innihaldsefni, sem notuð eru í húðvörur, veita mestan raka?

Það eru til ótal mörg kraftaverkaefni sem styðja við vökva- og rakajafnvægi í húðinni. Við hjá BIOEFFECT sverjum fyrir EGF úr byggi og hýalúronsýru. Við erum sérstaklega hrifin af þessu rakagefandi og nærandi tvíeyki.

EGF er rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem framleitt er úr plöntum. EGF prótín fyrirfinnst náttúrulega í húðinni og gegnir mikilvægu hlutverki við að stýra framleiðslu og virkni kollagens og elastíns. Með hækkandi aldri dregur verulega úr magni EGF í húðinni og í kjölfarið fer að bera á sýnilegum öldrunarmerkjum. BIOEFFECT EGF úr byggi vinnur gegn þessum áhrifum; það örvar náttúrulega framleiðslu kollagens og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

EGF úr byggi eflir hæfni húðarinnar til að viðhalda raka og dregur úr vökvatapi. Aukinn raki eykur þéttleika húðarinnar og fyrir vikið dregur úr sýnileika og dýpt hrukka.

Hýalúronsýra er efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina. Hýalúronsýra getur bundið nær þúsundfalda þyngd sína í vatni og er því kjörinn rakagjafi fyrir allar húðgerðir. Hún hefur einnig endurnærandi og róandi eiginleika fyrir húðina.

Sett sem næra þurra húð.

Gjafasettin okkar innihalda úrval af okkar vinsælustu BIOEFFECT. Gjafasettin eiga það öll sameiginlegt að innihalda afar nærandi húðvörur sem er kjörið að nota á þurra húð sem þarf á raka að halda.

Firming Favorites.

Húðrútína fyrir andlit og augnsvæði sem hefur raunveruleg áhrif. EGF Serum og EGF Eye Serum auka raka og efla getu húðarinnar til að viðhalda honum. Imprinting Eye augnmaskinn sér svo til þess að veita viðkvæmu húðinni umhverfis augun djúpa og góða næringu.

Þú sparar um 20% af fullu verði.

Hydration Heroes.

Tvær rakagefandi vörur sem veita húðinni djúpvirka og langvarandi næringu: hið olíulausa Hydrating Cream og okkar margverðlaunaða EGF Serum í handhægri ferðastærð. Algjör rakabomba!

Þú sparar um 20% af fullu verði.

Skin Saviors.

Sérstaklega rakagefandi húðvörur sem er kjörið að nota á þurra húð. EGF Essence nærir húðina og undirbýr hana fyrir EGF Serum, sem sér til þess að hámarka getu húðarinnar til að viðhalda heilbrigðu rakastigi. Imprinting Hydrogel andlitsmaskinn sér svo til þess að læsa rakann inni í húðinni.

Þú sparar yfir 20% af fullu verði.

Vörur fyrir þurra húð.

Hleð inn síðu...