Beint í efni

Veldu gjöf sem virkar.

Við tókum saman hugmyndir að fallegum og nærandi gjöfum sem tryggja heilbrigða húð við öll tilefni. Nú fylgir einnig glæsilegur kaupauki ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira.

Veldu nærandi gjafir sem tryggja heilbrigða húð við öll tilefni. Nú fylgir sumarlegur kaupauki með öllum kaupum yfir 15.000 kr.

Með hækkandi sól fjölgar viðburðum, hátíðahöldum og tilefnum til að gefa fallegar gjafir. Nú eru útskriftir á næsta leiti og tímabært að huga að hinni fullkomnu gjöf fyrir útskriftarefnið. Af fenginni reynslu vitum við að hreinar, náttúrulegar og virkar húðvörur hitta alltaf beint í mark!

Hér höfum við safnað saman hugmyndum að fallegum og nærandi gjöfum sem smellpassa í pakkann. Það er sama hvort þú leitar að útskriftargjöf, afmælisglaðningi eða einfaldlega að einhverju fyrir þig — þú finnur nærandi gjafir fyrir hvert tilefni hjá BIOEFFECT.

Sumarlegur kaupauki.

Nú fylgir sérstaklega glæsilegur kaupauki (andvirði 6.000 kr.) þegar verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira í verslun okkar í Hafnarstræti 19 eða á bioeffect.is. Kaupaukinn inniheldur Imprinting Hydrogel andlitsmaska og lúxusprufur af EGF Serum og Hydrating Cream. Vörurnar koma í fallegum BIOEFFECT taupoka.

Við vonum að þú eða einhver kærkominn þér njóti vel.

Hugmyndir að gjöfum.

EGF for Face and Body

er sumarlegt sett sem inniheldur EGF Serum og EGF Body Serum, tvær af okkar allra vinsælustu vörum í fallegri snyrtitösku.

Hydrating Cream

er olíu- og ilmefnalaust rakakrem úr íslensku vatni, hýalúronsýru og E-vítamíni. Dásamlega létt andlitskrem sem heldur húðinni mjúkri, sléttri og vel nærðri í allt sumar.

Imprinting Hydrogel Mask

er kjörin viðbót í pakkann. Andlitsmaski sem veitir djúpvirkan raka og er sérhannaður til að hámarka virkni BIOEFFECT EGF.

EGF Day Serum

er virkt EGF serum með gelkenndri áferð. Eykur raka svo um munar og er auk þess fullkominn grunnur fyrir förðunina. Algjört uppáhald!

Volcanic Exfoliator

er mildur er djúphreinsandi andlitsskrúbbur. Inniheldur fínmalaðan apríkósukjarna og örfínar hraunagnir ásamt náttúrulegri aselsýru.

OSA Water Mist

er rakagefandi andlitssprey sem frískar upp á húðina og nærir hana í amstri dagsins. Hinn fullkomni ferðafélagi sem smellpassar í veskið eða handtöskuna!

Face Roller

nuddrúllan dregur úr þrota og þreytumerkjum og tryggir endurnærandi heimadekur.
Hleð inn síðu...