Beint í efni

EGF Eye Serum & Maskar (8 pör)

EGF Eye Serum og Imprinting augnmaskar (8 pör), fullkomin tvenna sem veitir nærandi og árangursríka húðrútínu fyrir augnsvæðið. EGF Eye Serum er sérstaklega þróað til að draga úr þrota í kringum augun og vinna á hrukkum og fínum línum. Settu augnmaskana yfir EGF Eye Serum til að hámarka virknina.

14.380 kr.

Vörur

Eiginleikar og áhrif.

EGF Eye Serum er létt og endurnærandi augnserum, sem er sérstaklega þróað til að hjálpa til við að draga úr ásýnd fínna lína á augnsvæðinu og skilja við húðina vel nærða, þétta og slétta. Á flöskunni er kælandi stálkúla sem tryggir jafna dreifingu og hefur einstök áhrif á þrota og þreytumerki. Náðu hámarksárangri með virkri húðvöru sem inniheldur aðeins 11 hrein og náttúruleg efni.

Imprinting Eye Masks eru nærandi augnmaskar fyrir viðkvæmu húðina umhverfis augun. Hýalúronsýra og glýserín veita húðinni mikinn og djúpvirkan raka auk þess að draga úr þrota. Gelkennd áferðin hefur bæði kælandi og róandi áhrif. Augnmaskinn er sérstaklega þróaður til að hámarka virkni BIOEFFECT serumana. Kassinn inniheldur 8 pör af augnmöskum.

  • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
  • Dregur úr þrota og þreytumerkjum á augnsvæðinu
  • Kælandi stálkúla sem vinnur gegn þrota
  • Nærandi
  • Þéttir og sléttir húðina
  • Eykur ljóma
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
  • Prófað af augn- og húðlæknum

Stærð: 6ml og 8x3,6 g

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar þróaði aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. EGF úr byggi hjálpar til við að örva náttúrulega kollagenframleiðslu og viðhelda sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn — Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Full Ingredient Lists

EGF Eye Serum: WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Imprinting Eye Masks: WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CHONDRUS CRISPUS EXTRACT, SODIUM HYALURONATE, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, SUCROSE, HYDROGENATED POLYDECENE, POTASSIUM CHLORIDE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Hleð inn síðu...