Beint í efni

Andlitsserum

Úrval áhrifaríkra seruma fyrir andlitið. Blönduð með okkar einstaka EGF og öðrum vaxtarþáttum úr byggi til að vinna á sýnileika hrukka og fínna lína, auka raka og viðhalda heilbrigðri ásýnd.

Serum fyrir andlit.

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval seruma og húðdropa. Þessar virku húðvörur eru allar sérstaklega þróaðar til að viðhalda náttúrulega heilbrigðu ástandi húðarinnar eða fyrirbyggja þau sýnilegu merki sem verða á húð samhliða hækkandi aldri. Með hækkandi aldri fer til dæmis að bera á sýnilegum hrukkum og fínum línum, auknum þurrki, litamisfellum og brúnum blettum auk þess sem húðin tapar þéttleika og verður slappari. Serumin okkar eru einnig vel til þess fallin að vinna á slíkum einkennum sem þegar er orðið vart við á húðinni. Öll serumin okkar má nota kvölds og morgna, ein og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum (t.d. möskum, rakavatni og kremum) til að hámarka árangurinn og auka virknina.

Vaxtarþættir úr byggi.

Serumin okkar eru blönduð með úrvali áhrifaríkra efna sem húðin skilur og þarf raunverulega á að halda. Þar má til að mynda nefna vaxtarþættina sem við framleiðum úr byggi, EGF, KGF og IL-1a, sem hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilbrigði og ásýnd húðarinnar.

Skoðaðu úrvalið og finndu það sem hentar þér og þinni húð best.

Hleð inn síðu...