Stuðningsvörur: Hreinsar og rakagjafar
Mildar en áhrifaríkar.
Sjáðu til þess að hreinsa olíur, farða og önnur óhreinindi af yfirborði húðarinnar með hreinsilínu BIOEFFECT. Ef húðin er ekki þrifin reglulega getur orðið vart við ertingu eða útbrot. Hrein húð tekur auk þess betur á móti húðvörum (til dæmis rakavatni, serumi eða kremi), á auðveldara með frásog virku efnanna og hámarkar þar með áhrif þeirra. Við mælum með mildu en áhrifaríku hreinsivörunum okkar sem sjá til þess að húðin sé hrein, heilbrigð og tilbúin fyrir næstu vörur í húðrútínunni.
Aukin virkni, meiri raki og hámarksljómi.
Við bjóðum upp á úrval húðvara sem veita húðinni aukalag af raka, sjá til þess að viðhalda rakanum yfir allan daginn og hámarka virkni annarra húðvara í rútínunni þinni.
Kynntu þér andlitsmaska, augnmaska, rakavatn, andlitssprey og fleiri vörur sem styðja við, efla og auka virkni annarra BIOEFFECT húðvara!