Beint í efni

Þurrkur

Nærandi vörur sem henta þurri húð sem þarf á raka að halda. Innihalda rakagefandi efni á borð við hýalúronsýru, glýserín og EGF sem vinna á þurrki og efla hæfni húðarinnar til að draga til sín og viðhalda raka.

Djúpur og langvarandi raki.

Meðhöndlaðu þurra og þyrsta húð sem þarf á raka að halda með nærandi húðvörum frá BIOEFFECT. Vörurnar okkar innihalda rakagefandi efni sem næra yfirborð húðarinnar en ná einnig dýpra niður í húðlögin. Þannig geta vörurnar okkar komið á heilbrigðu rakastigi í húð sem stuðlar að sýnilega sléttara og þéttara yfirbragði. Kremin okkar mynda varnarlag á yfirborði húðarinnar og læsa þannig rakann inni. Við bjóðum upp á úrval rakagefandi seruma, rakabindandi maska og djúpnærandi andlitskrema sem eru sérþróuð til að koma á vökva- og rakajafnvægi og auka sýnilegt heilbrigði húðarinnar.

Samhliða hækkandi aldri tapar húðin getu til að draga til sín og viðhalda raka og fyrir vikið verður húðin þurr og jafnvel ert. Þess vegna er þörf á að veita húðinni nauðsynlegan raka með húðvörum sem næra húðina og efla hæfni hennar til að viðhalda vökva.

Mýkri, sléttari og þéttari húð.

Imprinting Hydrogel andlitsmaskinn okkar veitir húðinni djúpan en afar skjótvirkan raka. Hann er auk þess sérstaklega þróaður til að hámarka virkni vaxtarþáttanna í serumunum okkar. Ef þú vilt sjá umsvifalausan árangur mælum við því með að þú berir BIOEFFECT serum á húðina og leggir maskann því næst á andlitið. Húðin verður sýnilega vel nærð á eftir!

Olíulausa rakakremið okkar, Hydrating Cream, er einnig sérstaklega vinsælt á meðal þeirra sem vilja léttan en áhrifaríkan raka sem endist allan daginn.

Hleð inn síðu...