Beint í efni

Hrukkur og fínar línur

Úrval húðvara sem vinna á þeim sýnilegu merkjum sem verða á húðinni samhliða hækkandi aldri. Öflugar formúlur með áhrifaríkum innihaldsefnum sem bera raunverulegan árangur.

Öflugar formúlur gegn hrukkum og fínum línum.

Serum og krem sem eru sérþróuð til að fyrirbyggja eða draga úr þeim sýnilegu merkjum sem verða á húðinni samlhiða hækkandi aldri, einkum ásýnd hrukka og fínna lína. Lykilinnihaldsefnin eru vaxtarþættir úr byggi auk annarra efna sem hafa jákvæð áhrif á heilbrigði og ásýnd húðarinnar. Við framkvæmum sérstakar virknirannsóknir á vörunum okkar sem hafa sýnt að þessar öflugu formúlur geta hjálpað við að draga úr sýnileika hrukka og slappleika.

Vörur sem uppfylla ólíkar þarfir.

Stöðugleiki er lykillinn að áhrifaríkri húðumhirðu. Þess vegna mælum við með að vörurnar okkar séu notaðar kvölds og morgna til að ná sem bestum og mestum árangri. Þau sem vilja viðhalda náttúrulega heilbrigðu ástandi húðarinnar eða fyrirbyggja að sýnileg merki öldrunar geri vart við sig ættu einblína á aukinn raka. Fyrir þennan hóp mælum við einkum með EGF Serum og EGF Day Serum. Þau sem eru með þroskaðri húð sem þegar er farin að sýna öldrunarmerki á borð við hrukkur eða litamisfellur gætu kosið að nota virkari vörur á borð við EGF Power Serum, EGF Power Cream eða 30 Day Treatment.

Hleð inn síðu...