Beint í efni

Travel Cleansing Set

Húðhreinsi ferðasettið er kjörið til að taka með í fríið, í sund eða ræktina. Settið inniheldur fjórar BIOEFFECT vörur í ferðastærð, allt sem til þarf í einfalda en áhrifaríka húðhreinsun. Travel Cleansing Set inniheldur Micellar Cleansing Water (30ml), Facial Cleanser (20ml), Volcanic Exfoliator (10ml), EGF Essence (15ml) auk margnota bómullarskífu. Djúp og góð hreinsun, hvert sem förinni er heitið.   
4.990 kr.

Eiginleikar og áhrif

Handhægt ferðasett með öllu sem til þarf fyrir einfalda en áhrifaríka húðhreinsun.

Hvort sem þú ert á leiðinni í ferðalag eða langar að prófa nýja, djúphreinsandi húðrútínu, þá er Travel Cleansing Set kjörið fyrir þig. Settið inniheldur fjórar lúxusprufur; Micellar Cleansing Water (30ml), Facial Cleanser (20ml), Volcanic Exfoliator (10ml), EGF Essence (15ml) auk margnota bómullarskífu.

Þessar lúxus ferðastærðir eru fullkomnar þegar þegar ferðast er innanlands eða til útlanda og settið er í fullkominni stærð til að hafa í æfingatöskunni, veskinu og/eða handfarangrinum.

BIOEFFECT húðhreinsun

SKREF 1

Micellar Cleansing Water: Vættu bómullarskífu með BIOEFFECT Micellar Cleansing Water. Strjúktu mjúklega yfir andlit, háls og augnsvæði þangað til öll óhreinindi hafa verið fjarlægð af húðinni.

SKREF 2

Facial Cleanser: Pumpaðu 2-4 sinnum af hreinsinum í lófann, eða eins miklu og þér finnst þörf á. Gott er að hita hreinsinn með því að nudda lófunum saman í nokkrar sekúndur áður en hann er borinn á andlitið. Berðu hann á þurrt andlitið og nuddaðu mjúklega með fingurgómunum í 30-60 sekúndur. Bleyttu hendurnar með vatni og nuddaðu andlitið, þar til hreinsirinn fær mjólkurkennda áferð. Skolaðu af með vatni.

SKREF 3

Volcanic Exfoliator: Berðu lítið magn af skrúbbinum á hreina og raka húð. Nuddaðu mjúklega og forðastu snertingu við augu. Skolaðu vel. Notist 1-2 í viku eða eftir þörfum.

SKREF 4

EGF Essence: Helltu 2-4 skvettum af EGF Essence í lófann og þrýstu mjúklega inn í húðina á andliti og hálsi. Berðu að lokum á þig serum eða rakakrem til að hámarka áhrif rútínunnar.

  • Nærandi og áhrifarík hreinsirútína sem fjarlægir farða, óhreinindi og sólarvörn
  • Fullkomið til að prófa hreinsilínu BIOEFFECT
  • Skilur húðina eftir hreina, vel nærða og silkimjúka
  • Þurrkar hvorki né ertir húðina
  • Án sílíkons, parabena og glútens
  • Hentar öllum húðgerðum
  • Prófað af húðlæknum
  • Inniheldur margnota bómullarskífu
  • Handhægar ferðastærðir

Lykilinnihaldsefni

BIOEFFECT EGF (Epidermal Growth Factor) - Rakabindandi og endurnærandi vaxtarþáttur sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. BIOEFFECT EGF hjálpar til við að örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra – Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Squalane - Mýkjandi, rakabindandi og endurnærandi efni sem hefur styrkjandi áhrif á ysta varnarlag húðarinnar og getur þar með eflt náttúrulega hæfni hennar til að viðhalda raka. Squalane er andoxandi efni sem róar húðina og dregur úr sýnilegum merkjum þrota.

Betaglúkan úr byggi - Betaglúkan róar og nærir húðina og styrkir varnir hennar. Það viðheldur raka, vinnur gegn hrukkumyndun og verndar húðina fyrir skaðlegum geislum. Rannsóknir hafa auk þess sýnt að betaglúkan sem framleitt er úr byggi er með öfluga andoxunarvörn.

Mildar mísellur - Blanda af svokölluðum yfirborðsvirkum efnum (e. surfuctant-active agents). Efnin virka eins og segull á olíur og áhreinindi, án þess að fjarlægja náttúrulegar olíur af yfirborði húðarinnar.

Rakagjafar úr plönturíkinu - Endurnærandi efni sem draga til sín raka úr umhverfinu og halda húðinni vel nærðri.

Glýserín - Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Íslenskt vatn – Hreint, íslenskt vatn sem hefur síast í gegnum aldagömul hraunlög. Fyrir vikið eru ertandi steinefni á borð við kalk og magnesíum í algjöru lágmarki.

Hraunagnir - Agnir úr Hekluhrauni sem skrúbba og fjarlægja dauðar húðfrumur og óhreinindi af húðinni.

Aselsýra - Mild en hreinsandi og bakteríudrepandi sýra sem leysir upp fitu og óhreinindi sem safnast í húðholum.

Innihaldsefnalisiti

MICELLAR CLEANSING WATER: WATER (AQUA), ISOPENTYLDIOL (HYDRATING AGENT), GLYCEROL, PEG-7 GLYCERYL COCOATE, PROPYLENE GLYCOL, SORBITOL, COCO BETAINE, POLYSORBATE 20, PHENOXYETHANOL, CITRIC ACID, TETRASODIUM EDTA

FACIAL CLEANSER: GLYCERIN, CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, WATER (AQUA), SQUALANE, SODIUM METHYL OLEOYL TAURATE, SUCROSE STEARATE, TOCOPHEROL, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT

VOLCANIC EXFOLIATOR: CAPRYLIC/CAPRIC TRIGLYCERIDE, GLYCERIN, HELIANTHUS ANNUUS (SUNFLOWER) SEED OIL, PROPYLENE GLYCOL DIPELARGONATE, WATER (AQUA), PRUNUS ARMENIACA (APRICOT) SEED POWDER, SUCROSE LAURATE, LAVA POWDER, AZELAIC ACID, TOCOPHEROL, LYSINE, SUCROSE STEARATE

EGF ESSENCE: WATER (AQUA), GLYCERIN, ISOPENTYLDIOL, PROPYLENE GLYCOL, SODIUM CITRATE, SORBITOL, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Upplýsingar

INFO SHEET

BIOEFFECT® Travel Cleansing Set

Travel Cleansing Set inniheldur allt sem þú þarft fyrir djúpa og góða hreinsun hvert sem förinni er heitið.

Notkunarleiðbeiningar

Micellar Cleansing Water: Vættu bómullarskífu með BIOEFFECT Micellar Cleansing Water. Strjúktu mjúklega yfir andlit, háls og augnsvæði þangað til öll óhreinindi hafa verið fjarlægð af húðinni.

Facial Cleanser: Berið andlitshreinsinn á þurra húð til að leysa upp farða og óhreinindi. Bætið við vatni og nuddið mjúklega þar til gelkenndi andlitshreinsirinn tekur á sig mjólkukennda áferð. Skolið af með vatni. Andlitshreinsinn má nota eins oft og þörf er á.

Volcanic Exfoliator: Berðu lítið magn af skrúbbinum á hreina og raka húð. Nuddaðu mjúklega og forðastu snertingu við augu. Skolaðu vel. Notist 1-2 í viku eða eftir þörfum.

EGF Essence: Berðu á hreina og þurra húð. Helltu 2-4 skvettum af EGF Essence í lófann og þrýstu mjúklega inn í húðina á andliti og hálsi. Berðu að lokum á þig serum eða rakakrem til að hámarka áhrif húðrútínunnar.

BIOEFFECT® vörur hentar öllum húðgerðum og inniheldur hvorki alkóhól né ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði 24 klst áður en hún er notuð á andlitið.

Ofnæmisupplýsingar: BIOEFFECT EGF Essence og Facial Cleanser innihalda bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Notkun

Micellar Cleansing Water: Vættu bómullarskífu með BIOEFFECT Micellar Cleansing Water. Strjúktu mjúklega yfir andlit, háls og augnsvæði þangað til öll óhreinindi hafa verið fjarlægð af húðinni.

Facial Cleanser: Pumpaðu 2-4 sinnum af hreinsinum í lófann, eða eins miklu og þér finnst þörf á. Gott er að hita hreinsinn með því að nudda lófunum saman í nokkrar sekúndur áður en hann er borinn á andlitið. Berðu hann á þurrt andlitið og nuddaðu mjúklega með fingurgómunum í 30-60 sekúndur. Bleyttu hendurnar með vatni og nuddaðu andlitið, þar til hreinsirinn fær mjólkurkennda áferð. Skolaðu af með vatni.

Volcanic Exfoliator: Berðu lítið magn af skrúbbinum á hreina og raka húð. Nuddaðu mjúklega og forðastu snertingu við augu. Skolaðu vel. Notist 1-2 í viku eða eftir þörfum.

EGF Essence: Hellið 2-4 skvettum af EGF Essence í lófann og þrýstu mjúklega inn í húðina á andliti og hálsi. Berðu að lokum á þig serum eða rakakrem til að hámarka áhrif rútínunnar.

Passar vel með

Hleð inn síðu...