Beint í efni

Fyrir mömmu.

Mæðradagskaupauki sem tryggir alhliða dekur fyrir augnsvæðið fylgir þegar verslað er fyrir 12.000 kr. eða meira.

Dekraðu við mömmu.

Öll þurfum við að hlúa að sjálfinu endrum og eins – ekki síst önnum kafnar mæður sem eru gjarnan uppteknar við að sinna öðrum. Við leggjum til að þú fagnir mæðradegi með því að gleðja mömmu þína – eða aðrar mæður í þínu lífi – með fallega húðvörusettinu okkar sem tryggir alhliða dekur fyrir augnsvæðið. Þetta dásamlega sett sér til þess að hún geti slakað á og dekrað við sig með áhrifaríku húðvörunum okkar sem veita endurnærandi raka, kælingu og þéttingu fyrir viðkvæmu húðina umhverfis augun. Settið inniheldur einnig fallega svefngrímu sem stuðlar að afslöppuðum gæðasvefni.

Þetta glæsilega sett (andvirði 7.000 kr.) fylgir nú þegar verslað er fyrir 12.000 kr. eða meira!

Slakandi húðrútína fyrir augnsvæðið.

Kaupaukinn inniheldur lúxusprufu af EGF Eye Serum sem nærir húðina og vinnur á fínum línum og broshrukkum umhverfis augun auk þess að draga úr þrota á augnsvæðinu. Settið inniheldur einnig Imprinting Eye Mask, kælandi og róandi augnmaska með hýalúronsýru og glýseríni sem sjá til þess að veita húðinni djúpan raka. Maskinn var sérþróaður til að hámarka áhrif og virkni EGF Eye Serum.

Settinu fylgir einnig falleg svefngríma sem sér til þess að þú fáir góðan nætursvefn að húðrútínu lokinni. Svefngríman er úr silkimjúku efni sem dregur úr núningi á viðkvæma augnsvæðinu, sér í lagi við augabrúnir og augnhár, auk þess sem það drekkur ekki í sig dýrmætar húðvörur líkt og margar bómullargrímur gera. Kemur í veg fyrir truflun af völdum birtu og sér til þess að þú fáir slakandi og óslitinn fegurðarsvefn.

Þessi dásamlegi kaupauki inniheldur allt sem til þarf í alhliða dekur fyrir augnsvæðið. Settið fylgir þegar verslað er fyrir 12.000 kr. eða meira. Fullkomin gjöf fyrir þig eða einhvern sem þér þykir vænt um.

Fleiri hugmyndir að mæðradagsgjöfum.

Hleð inn síðu...