Hvað varð til þess að þú tókst þátt í þessari herferð með BIOEFFECT?
Ég legg mikla áherslu á að velja vandlega þau vörumerki sem ég vinn með. Fyrir mér skiptir mestu máli að vinna með fólki sem leggur metnað og ástríðu í það sem það gerir. Það er mér sérstaklega mikilvægt að virðing fyrir bæði náttúrunni og mannslíkamanum sé höfð að leiðarljósi. Húðin er stærsta líffæri líkamans og því þarf að nálgast hana af nákvæmni og virðingu.
Ég gaf mér tíma til að kynna mér BIOEFFECT og skilja vörumerkið til hlítar. Ég kynnti mér framleiðsluaðferðir fyrirtækisins, þar sem notuð eru sérhæfð framleiðslukerfi til að framleiða eftirlíkingar af mannlegum vaxtarþáttum þar sem EGF er lykilinnihaldsefnið. Vaxtarþættirnir eru framleiddir í byggi með háþróaðri plöntulíftækni í gróðurhúsi á Íslandi. Allt þetta byggir á margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu, og þessi vísindalega nákvæmni veitir mér mikið traust.
Ég hafði notað vörurnar reglulega í átta mánuði áður en samstarfið barst í tal og á þeim tíma fann ég og sá raunverulegan mun á húðinni minni. Jafnvel þegar ég tók hlé frá húðrútínunni hélt húðin sér vel. Þegar mér var síðan boðið að taka þátt í samstarfinu fannst mér það algjörlega eðlilegt, því ég hafði þegar byggt upp traust til vörumerkis sem virkilega skilur húðina. Hjá BIOEFFECT eru engin óþarfa innihaldsefni og engin innantóm loforð — aðeins vandaðar formúlur, þróaðar með virðingu fyrir náttúrunni, vísindum og líkamanum. Þessi nálgun endurspeglar þau gildi sem ég stend fyrir.










