Beint í efni
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.
Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr.

Loreen, á persónulegum nótum. 

Í einlægu viðtali segir Loreen frá því hvernig samstarf hennar við BIOEFFECT kom til. Hún ræðir mikilvægi vandaðra og agaðra vinnubragða, áhuga sinn á vísindum og virðingu fyrir náttúrunni.

Hvað varð til þess að þú tókst þátt í þessari herferð með BIOEFFECT?  

Ég legg mikla áherslu á að velja vandlega þau vörumerki sem ég vinn með. Fyrir mér skiptir mestu máli að vinna með fólki sem leggur metnað og ástríðu í það sem það gerir. Það er mér sérstaklega mikilvægt að virðing fyrir bæði náttúrunni og mannslíkamanum sé höfð að leiðarljósi. Húðin er stærsta líffæri líkamans og því þarf að nálgast hana af nákvæmni og virðingu.

Ég gaf mér tíma til að kynna mér BIOEFFECT og skilja vörumerkið til hlítar. Ég kynnti mér framleiðsluaðferðir fyrirtækisins, þar sem notuð eru sérhæfð framleiðslukerfi til að framleiða eftirlíkingar af mannlegum vaxtarþáttum þar sem EGF er lykilinnihaldsefnið. Vaxtarþættirnir eru framleiddir í byggi með háþróaðri plöntulíftækni í gróðurhúsi á Íslandi. Allt þetta byggir á margra ára rannsóknar- og þróunarvinnu, og þessi vísindalega nákvæmni veitir mér mikið traust.

Ég hafði notað vörurnar reglulega í átta mánuði áður en samstarfið barst í tal og á þeim tíma fann ég og sá raunverulegan mun á húðinni minni. Jafnvel þegar ég tók hlé frá húðrútínunni hélt húðin sér vel. Þegar mér var síðan boðið að taka þátt í samstarfinu fannst mér það algjörlega eðlilegt, því ég hafði þegar byggt upp traust til vörumerkis sem virkilega skilur húðina. Hjá BIOEFFECT eru engin óþarfa innihaldsefni og engin innantóm loforð — aðeins vandaðar formúlur, þróaðar með virðingu fyrir náttúrunni, vísindum og líkamanum. Þessi nálgun endurspeglar þau gildi sem ég stend fyrir.

Hvernig lítur húðrútínan þín út? 

Ég viðheld húðrútínu sem er stöðug og markviss, þar sem ég fylgi einni rútínu á morgnana og annarri á kvöldin.

Á morgnana forðast ég að hreinsa húðina of mikið, svo ég raski ekki náttúrulegu jafnvægi hennar. Ég byrja daginn á því að örva ég blóðrásina með því að dýfa andlitinu í ískalt vatn eins lengi og ég get haldið niðri í mér andanum. Það vekur húðina samstundis og eykur blóðflæði. Því næst nota ég EGF Essence til að undirbúa húðina og veita henni raka, áður en ég ber á mig EGF Power Serum og EGF Eye Serum. Síðan nota ég gua sha stein til að nudda andlit og háls. Í kjölfarið ber ég á mig auka lag af serumi og klára síðan rútínuna með Hydrating Cream sem viðheldur rakanum í húðinni.

Á kvöldin hreinsa ég húðina vandlega með Micellar Cleansing Water, sem fjarlægir farða og óhreinindi án þess að raska varnarlagi húðarinnar. Síðan nota ég EGF Essence og EGF Power Serum, endurtek nuddið og klára rútínuna með EGF Power Cream, eða stundum nærandi næturmaska.

Hverjar eru þínar uppáhalds BIOEFFECT vörur?   

Mínar uppáhalds BIOEFFECT vörur eru EGF Power Serum og EGF Essence. Essence-ið undirbýr húðina einstaklega vel, veitir raka, mýkir og stuðlar að betri upptöku og virkni EGF seruma. Þetta eru kraftmiklar vörur sem smjúga hratt og auðveldlega inn í húðina, fremur en að skapa tímabundin yfirborðsáhrif, og árangurinn talar sínu máli.

Hvaða breytingum hefur þú tekið eftir síðan þú byrjaðir að nota BIOEFFECT? 

Sem listamaður nota ég oft mikinn farða, sem þýðir að húðin mín er undir stöðugu álagi. Með því að fylgja allri rútínunni fann ég hversu vel vörurnar vinna saman — allt frá Micellar Cleansing Water til EGF Essence og EGF Power Serum. Árangurinn var bæði sýnilegur og langvarandi. Húðin mín er sléttari, þéttari og rakameiri, án þess að missa sitt eðlilega yfirbragð. Ég finn að vörurnar vinna dýpra og liggja ekki aðeins á yfirborðinu.

Þú hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum. Hvað er það sem dregur þig alltaf aftur hingað?  

Ég hef fundið tengingu við Ísland frá barnæsku. Landslagið býr yfir kraftmikilli orku og í fyrsta skipti sem ég kom hingað fann ég strax fyrir henni. Ég dáist að þeirri virðingu sem Íslendingar bera fyrir náttúrunni og hvernig þeir leggja sig fram við að vernda hana. Hér ríkir heiðarleiki og hófsemi í landnýtingu sem endurspeglar mín eigin gildi. Ég elska fólkið, landslagið og víðáttuna; hér finn ég raunverulega tengingu við jörðina.

Myndatakan fór fram á jökli við krefjandi aðstæður. Varstu einhvern tímann hrædd? 

Nei. Fyrir mér snýst list um að skapa augnablik sem skipta máli. Ég legg áherslu á vörur og skilaboð sem endurspegla umhverfisvitund og heiðarleika. Mér fannst tökurnar vera þannig að við værum að skapa eitthvað öðruvísi, með einlægri orku. Þegar eitthvað samræmist mínum gildum, skipta óþægindi mig litlu. Að vera kalt í smá stund skiptir mig engu ef það er í þágu einhvers sem raunverulega skiptir máli.

Hvað veitir þér styrk, bæði á sviði og utan þess? 

Að lifa í samhljómi við sjálfa mig og minn eigin sannleika. Við erum stöðugt að læra og þróast, og í hvert sinn sem við færumst nær okkar sannleika breytist eitthvað innra með okkur — við verðum léttari og opnari. Raunverulegur styrkur sprettur af því að lifa í samræmi við sjálfan sig og halda tengslum við náttúruna. Styrkur kemur ekki af yfirráðum, heldur af sannleika.

EGF Power vörulínan.

Veldu stærð3 x 5ml
Veldu stærð
Veldu stærð50ml
Veldu stærð15ml