Beint í efni

Húðvörur í smærri umbúðum – hvers vegna?

Allir ættu að eiga sínar eftirlætis vörur í handhægum ferðastærðum!

Húðvörur í smærri og handhægari umbúðum.

Hvers vegna þarf að eiga húðvörur í smærri pakkningum?

Snyrti- og húðvöruframleiðendur tala gjarnan um „On-The-Go”, „mini-vörur“ eða ferðastærðir og eiga þá við sínar hefðbundnu vörur í smærri umbúðum eða pakkningum. En er einhver ástæða til að eiga snyrti- og húðvörur í smærri umbúðum? Flestir nota húðvörur nær eingöngu innan veggja heimilisins, gjarnan inni á baðherbergi, og sjá því ef til vill ekki tilefni til annars en að kaupa vörur í fullri stærð. Okkur detta aftur á móti ótal margar ástæður í hug þar sem handhægar ferðastærðir koma sér töluvert betur.

Húðvörur í smærri umbúðum sem henta vel í ferðalagið.

Frí og ferðalög.

Við þurfum öll á góðu fríi að halda annað slagið. Hvort sem þú leggur leið þína á ströndina, í stórborgina eða í afskekktar óbyggðir muntu þurfa að hugsa vel um húðina. Skaðlegir UV-geislar, sólarljós, vond veður og jafnvel saltur sjórinn geta haft slæm áhrif á húðina og orsakað þurrk, myndun fínna lína og jafnvel útbrot. Sértu á leið í borgarferð getur mengun líka haft töluverð áhrif.

Húðin getur líka brugðist við breytingum á venjum og lífsstíl. Við vitum að rútínan fer oft á annan endann í fríum. Ef húðumhirðan tekur skjótum og miklum breytingum er líklegt að húðin sýni þess merki.

Í slíkum aðstæðum er góð og heilbrigð umhirða besta vörn húðarinnar. Aftur á móti getur takmarkað farangursrými óneitanlega haft áhrif á það sem fær að fara ofan í ferðatöskuna. Stundum þarf einfaldlega að skilja húðvörurnar eftir heima, sér í lagi þær sem eru í stórum og óhentugum umbúðum. Fyrir vikið getur reynst erfitt að viðhalda heilbrigðri húðrútínu á ferðalaginu. Þá er einmitt kjörið að grípa í ferðavörusettið og sjá til þess að hugsa vel um húðina þegar hún þarf einna mest á því að halda.

TSA vottaðar húðvörur fyrir næsta flug.

Flug og flugvellir.

Við elskum ferðalög, en erum ekki eins hrifin af flugvöllum og löngum flugferðum með tilheyrandi mannmergð, seinkunum og þrengslum. Við mælum með að nýta þennan tíma í að gera vel við húðina - berðu á þig gott rakakrem eða settu jafnvel á þig augnmaska. Þá er kjörið að eiga húðvörur í ferðavörupakka. Stærsti kosturinn er að húðvörur í smáum umbúðum eru yfirleitt TSA vottaðar, sem þýðir að þér er óhætt að taka þær með um borð í flugvélina!

Við höfum þegar fjallað um húðumhirðu í háloftunum, smelltu hér til að lesa meira.

Húðvörur á skrifstofunni eða í skólanum.

Vinna og skóli.

Hefur þú heyrt um „þurra skrifstofuhúð“ (e. Dry Office Skin)? Lágt rakastig getur valdið þurrki í húð og sífellt fleiri leita lausna við þessum hvimleiða fylgifisk þess að vinna í þurru skrifstofulofti. Fyrir þá sem eyða dögunum á loftræstri skrifstofu eða í þéttsetnum fyrirlestrarsal getur því verið mikil áskorun að viðhalda heilbrigðu rakastigi í húðinni.

Aukin umhirða yfir daginn getur gert húðinni gott. Bættu á rakakremið eða notaðu nærandi andlitssprey. Svo getur meira að segja borgað sig að hreinsa andlitið (við mælum með mildum hreinsi sem ekki þarf að skola af húðinni, til dæmis Micellar Cleansing Water). Þannig sérðu til þess að vernda húðina og viðhalda heilbrigðu rakastigi yfir allan daginn.

Húðvörur í handhægum ferðastærðum eru fullkomnar til að gera vel við húðina í amstri dagsins. Stærsti kosturinn er að þær smellpassa í skjalatöskuna, handtöskuna eða bakpokann!

Ferðavörusett. Húðvörur í sund- eða íþróttatöskuna.

Sund- eða íþróttataskan.

Góðri æfingu eða líkamsrækt fylgir óhjákvæmilega sviti sem situr á húðinni og getur valdið þurrki eða ertingu. Flest ljúkum við svo æfingunni á heitri sturtu. Í kjölfarið er nauðsynlegt að nota góðar húðvörur. Krem eða serum fyrir andlit og líkama, hreinsar, sápur og jafnvel skrúbbar í fullri stærð eru fljót að fylla upp í takmarkað pláss í íþróttatöskunni. Þá er einmitt kjörið að eiga eftirlætis vörurnar í handhægum stærðum.

Hér erum við meira að segja með góð ráð um vörur sem gott er að setja í sundtöskuna.

Húðvörur sem smellpassa í veskið.

Á ferðinni.

Fyrir þá sem eru alltaf á ferðinni eða alltaf önnum kafnir er nánast nauðsynlegt að eiga húðvörur í handhægum ferðastærðum. Þá er kjörið að finna þínar eftirlætis vörur og lauma þeim í handtöskuna eða bakpokann (eða jafnvel í hanskahólfið) svo þú getir hreinsað, nært eða frískað upp á húðina, hvar og hvenær sem er.

Að lokum verðum við svo að nefna þau sem kjósa einfaldlega vörur í smærri umbúðum. Hver sem ástæðan er finnst okkur að allir ættu að eiga nokkrar „mini“ vörur sem er alltaf hægt að hafa við höndina og sjá til þess að halda húðinni heilbrigðri og vel nærðri.

BIOEFFECT On-The-Go húðvörusett.

Við settum saman okkar eigin ferðavörupakka. On-The-Go settið inniheldur fimm af okkar eftirlætis vörum í handhægum ferðastærðum. Þessi dásamlegu kríli koma í gagnsæju snyrtiveski úr endurvinnanlegu TPU plasti. Í sameiningu sjá vörurnar til þess að húðin sé hrein, heilbrigð og vel nærð.

On-The-Go Essentials vörur í fullri stærð.

Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur aðeins 7 náttúrulega hrein efni, þ.á m. EGF úr byggi.

Létt og nærandi andlitsvatn sem inniheldur EGF úr byggi og hreint, íslenskt vatn.

Létt og nærandi andlitskrem sem er meðal annars búið til úr íslensku vatni, EGF úr byggi, hýalúronsýru og E-vítamíni.

Djúphreinsandi andlitsskrúbbur með örfínum ögnum úr íslensku hrauni sem fjarlægir óhreinindi af húðinni.

Milt en áhrifaríkt hreinsivatn sem inniheldur íslenskt vatn og nærandi rakagjafa úr plönturíkinu.

Hleð inn síðu...