Beint í efni

Húðrútína í háloftunum.

TSA vottaðar húðvörur. Taktu þær með þér um borð og nýttu flugferðina í að hugsa vel um húðina.

Nýttu flugferðina í að hugsa vel um húðina.

Nú stendur sumartíðin sem hæst. Því fylgir síaukinn straumur flugferðalanga, sem hefur fjölgað verulega síðustu misseri. Hvort sem þú flýgur innanlands eða yfir heimshöfin þá getum við hjá BIOEFFECT gefið þér góðar hugmyndir að húðrútínu í háloftunum.

Við höfum sett saman nokkrar vörur sem henta vel í verkefnið. Og það allra besta? Þær eru allar TSA vottaðar, sem þýðir að þér er óhætt að taka þær með um borð í flugvélina. Nýttu tímann frá flugtaki að lendingu í að dekra við húðina, hvert sem leiðin liggur.

SKOÐA ALLAR BIOEFFECT VÖRUR.

Nærandi og notalegt.

Vel nærð húð er bæði heilbrigð og hamingjusöm. Nýttu flugferðina til að hámarka raka húðarinnar með þessari einföldu tveggja skrefa rútínu sem mun skilja við húðina mjúka, þétta og vel nærða. Þetta einfalda andlitsdekur slær tóninn fyrir fríið sem er í vændum — þú átt það skilið!

Byrjaðu á að bera 2-4 dropa af okkar margverðlaunaða EGF Serum á andlit, háls og bringu. Því næst skaltu opna Imprinting Hydrogel maska og leggja hann varlega á andlitið með gelhliðina að húðinni. Bíddu í 15 mínútur — og jafnvel lengur — áður en þú fjarlægir maskann og nuddar því serumi sem eftir situr mjúklega inn í húðina.

Viðbót.

Bjúgur og þroti eru algengur fylgifiskur flugferðalaga og stafa af auknum þrýstingi í vélinni. Ef þú vilt reyna að lágmarka þessi áhrif flugferðarinnar mælum við með að nota Face Roller nuddrúlluna eftir að þú fjarlægir andlitsmaskann. Nuddaðu upp á við með þéttum er mjúkum strokum og gefðu þér einfalt andlitsnudd sem örvar blóðflæði, virkjar sogæðakerfið og léttir á þrýstingi og þrota.

Á augabragði.

Sjáanleg merki öldrunar gera yfirleitt fyrst vart við sig á augnsvæðinu. Gerðu sérstaklega vel við húðina umhverfis augun með þessari árangursríku rútínu sem er kjörin í bæði langar og stuttar flugferðir. Berðu EGF Eye Serum, sem inniheldur aukið magn virkra EGF prótína úr byggi, á húðina. Því næst skaltu leggja Imprinting Eye maska undir augun, sem eykur enn frekar á áhrif EGF. Imprinting Eye Mask og EGF Eye Serum eru algjört kraftaverkapar sem veitir sýnilega lyftingu og ljóma á augabragði auk þess að vinna gegn öldrunarmerkjum á borð við fínar línur, hrukkur og þurrk.

Viðbót.

Bættu um betur og spreyjaðu OSA Water Mist yfir allt andlitið eftir meðferðina eða á meðan á henni stendur. Þetta létta andlitssprey er dásamlegur rakagjafi og algjör draumur í þurru flugvélalofti.

Kraftmikil flugferð.

Byrjaðu fríið af alvöru krafti. Hallaðu þér aftur og leyfðu okkar allra virkustu vörum að verka á meðan þú nýtur flugferðarinnar. 30 Day Treatment og EGF Power Cream eru sérhönnuð til að draga úr fínum línum, hrukkum, litabreytingum og þurrki auk þess að veita kraftmikinn raka, ljóma og þéttingu.

Berðu 3-4 dropa af 30 Day Treatment á andlit, háls og bringu og bíddu í 5 mínútur áður en þú nuddar EGF Power Cream inn í húðina með mjúkum hringhreyfingum. Árangurinn lætur ekki á sér standa!

Hleð inn síðu...