Beint í efni

Karfa

 • Tóm karfa.

Sögur.

Sögur af BIOEFFECT, vörurnar okkar í fréttum og annar fróðleikur.

 • Rútínur

  Hugaðu vel að húðinni í kringum augun.

  Þreytt og þrútin augu afhjúpa ýmislegt um lífsstíl okkar, svo sem streitu, þreytu, mataræði og aldur. Augun eru að allan liðlangan daginn – blikkandi, brosandi, horfandi, lesandi, pírandi á hina ýmsu skjái og svo mætti lengi telja. Rétt eins og við þurfum að huga vel að sjóninni eftir því sem við eldumst þá þurfum við einnig að huga sérstaklega að húðinni í kringum augun.

 • Rútínur

  Hámarkaðu raka húðarinnar.

  Senn líður að hausti með tilheyrandi kulda og því er mikilvægt að huga vel að húðinni.

 • Fréttir

  Við tökum vel á móti þér.

  Það hefur lengi verið draumur okkar að opna glæsilega BIOEFFECT verslun. Undanfarin ár höfum við lagt mikla áherslu á að efla ásýnd BIOEFFECT íslensku húðvaranna, bæði hér heima og erlendis, en mikilvægur hluti af þeirri vinnu felst í fallegri framsetningu á vörunum og bættri upplifun fyrir viðskiptavini. Árið 2020 varð draumurinn að veruleika þegar BIOEFFECT verslunin opnaði á nýja verslunarsvæðinu við Hafnartorg.

 • Rútínur

  Upplifðu langvarandi raka.

  Segðu bless við þurra húð með nýja BIOEFFECT Hydrating Cream, ilmefna- og olíulausu rakakremi sem inniheldur tært íslenskt vatn, EGF úr byggi, rakagefandi hýalurónsýru og öflug andoxunarefni til að veita húðinni djúpan og langvarandi raka. Formúlan er einstaklega létt og gengur hratt inn í húðina sem verður mjúk og áferðarfalleg á eftir.

 • Fréttir

  Kíktu í gróðurhúsið í Grindavík.

  Okkur langar að bjóða þér í leiðangur, eins konar ferðalag til fegurðar. Okkur langar að sýna þér hvernig við ræktum virka efnið í byltingarkenndu EGF-húðvörunum. Aðferð okkar er einstök því við ræktum þessi sértæku prótín í byggplöntum. Þannig leiðum við saman náttúru, vísindi og afrakstur sem á sér engan sinn líka.

 • Rútínur

  Byrjaðu árið með öflugri 30 daga húðmeðferð.

  Margir byrja nýtt ár á því að strengja áramótaheit, til dæmis að bæta andlega líðan, svefnvenjur, líkamsrækt, mataræði eða einfaldlega taka til í skápunum á heimilinu. Lífsstíll okkar hefur mjög mikil áhrif á húðina og þegar við drekkum meira vatn, förum fyrr að sofa, borðum meira af grænmeti, drögum úr streitu eða hreyfum okkur meira, þá uppsker húðin ávinninginn og fer að líta betur út.

 • Fréttir

  Undraefnið EGF.

  Kjarni BIOEFFECT varanna er hið óviðjafnanlega EGF (Epidermal Growth Factor) sem við ræktum úr byggplöntum. EGF er prótein sem finnst í húð og örvar endurnýjunarferli húðfruma auk þess sem það eykur framleiðslu kollagens og elastíns sem hjálpa húðinni að viðhalda heilbrigði sínu, þéttleika og ljómandi yfirbragði.