Beint í efni

EGF Classic Duo

Öflug tvenna sem inniheldur hið margverðlaunaða EGF Serum og EGF Eye Serum með áfyllingu. Sannkallaðar ofurvörur sem sjá til þess að næra húðina og hjálpa til við að draga úr sjáanlegum öldrunarmerkjum á andliti og augnsvæði. Gjafasettið er á 20% lægra verði en stakar vörur.

Eiginleikar og áhrif

EGF Classic Duo gjafasettið inniheldur allt sem þarf í árangursríka og nærandi húðrútínu fyrir andlit og augnsvæði.

Gjafasettið inniheldur tvær af okkar allra vinsælustu vörum, EGF Serum og EGF Eye Serum með áfyllingu. Þessar verðlaunavörur hjálpa til við að hafa sýnileg áhrif á ásýnd húðarinnar með því að vinna á fínum línum og hrukkum og tryggja djúpan og langvarandi raka. Gjafasettið er á 20% lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.

EGF Serum er byltingarkennd húðvara sem inniheldur EGF úr byggi – rakabindandi boðskiptaprótín sem viðheldur heilbrigðri ásýnd húðarinnar. EGF Serum býr yfir einstakri virkni; dregur úr ásýnd fínna lína, eykur þéttleika og vinnur gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. EGF Eye Serum inniheldur aukið magn EGF prótína úr byggi til að tryggja hámarksáhrif og vinna á hrukkum, fínum línum og þrota á augnsvæðinu. Í sameiningu tryggir þessi tvenna alhliða andlitsmeðferð sem ber raunverulegan og sýnilegan árangur.

 • Hentar öllum húðgerðum
 • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
 • Prófað af húðlæknum

Gjafasettið inniheldur:

EGF Serum

 • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
 • Eykur og viðheldur raka í húðinni
 • Þéttir og sléttir húðina
 • Aðeins 7 hrein innihaldsefni

Stærð: 15ml. / 0.5 fl. oz.

EGF Eye Serum með áfyllingu

 • Dregur úr ásýnd fínna lína umhverfis augun
 • Dregur úr þrota og þreytumerkjum
 • Vinnur gegn slappri húð, þéttir og sléttir
 • Aukið magn EGF prótína úr byggi fyrir öflugri áhrif

Stærð: 6ml. / 0.2 fl. oz. X 2.

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Innihaldsefnalisti

EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF EYE SERUM: WATER (AQUA), GLYCERIN, BUTYLENE GLYCOL, CARBOMER, SODIUM CHLORIDE, PHENOXYETHANOL, SODIUM CITRATE, SODIUM DEHYDROACETATE, SODIUM HYALURONATE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

IMPRINTING EYE MASK: WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CHONDRUS CRISPUS EXTRACT, SODIUM HYALURONATE, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, SUCROSE, HYDROGENATED POLYDECENE, POTASSIUM CHLORIDE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Upplýsingar

BIOEFFECT® EGF SERUM

BIOEFFECT® EGF SERUM er margverðlaunað serum sem endurnýjar húðina og veitir henni raka. Hefur fyrirbyggjandi áhrif og vinnur gegn sýnilegum merkjum öldrunar auk þess að viðhalda heilbrigðri áferð og ásýnd húðar með aðeins 7 innihaldsefnum.

 • Dregur úr sýnileika fínna lína og hrukka
 • Eykur og viðheldur raka í húðinni
 • Endurnýjar, endurnærir og endurbætir húð
 • Einungis 7 innihaldsefni

Notkunarleiðbeiningar: Berið 2-4 dropa á andlit, háls og bringu. Notið kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að hámarka áhrif og virkni.

BIOEFFECT EGF SERUM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni.

Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði á húðinni í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Hafir þú glímt við húðsjúkdóma skaltu ráðfæra þig við lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF SERUM.

BIOEFFECT® EGF EYE SERUM

BIOEFFECT® EGF EYE SERUM er öflug formúla sem er sérstaklega þróað fyrir viðkvæmu húðina í kringum augun. Auðvelt er að bera serumið á með stálkúlunni og það stuðlar strax að réttu rakajafnvægi auk þess að draga úr hinum ýmsu einkennum öldrunar.

 • Dregur úr fínum línum og hrukkum
 • Minnkar þrota og bauga
 • Gefur ljóma og gerir húðina stinnari
 • Prófað af augnlæknum

Notkunarleiðbeiningar: Þrýstið á botn ílátsins til að skammta serumi. Notið kælandi stálkúluna til að bera efnið á húðina á augnsvæðinu og nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Látið ganga inn í húðina áður en aðrar vörur á borð við krem, sólarvörn eða farða eru bornar á andlitið.

Notið kvölds og morgna, eitt og sér eða með öðrum BIOEFFECT vörum til að hámarka áhrif og virkni.

BIOEFFECT EGF EYE SERUM hentar öllum húðgerðum og inniheldur ekki olíu, alkóhól og ilmefni. Fyrir mjög viðkvæma húð er ráðlagt að prófa vöruna fyrst með því að bera á lítið svæði í þrjá daga áður en hún er notuð á andlitið. Ef þú hefur glímt við húðsjúkdóma, vinsamlegast leitaðu upplýsinga hjá lækni áður en þú notar BIOEFFECT EGF EYE SERUM.

Ofnæmisupplýsingar: Varan inniheldur bygg.

Forðist að varan berist í augu. Ef það gerist skal skola augu vandlega með vatni. Geymist þar sem börn ná ekki til. Eingöngu til notkunar útvortis. Geymist við stofuhita á skuggsælum stað.

Hreinar húðvörur

Notkun

Þrýstið létt á flöskubotn EGF Eye Serum og berið á hreina húð umhverfis augun. Nuddið mjúklega með fingurgómunum til að tryggja jafna dreifingu. Gefið formúlunni 3-5 mínútur til að ganga inn í húðina áður en farði eða sólarvörn eru borin á andlitið. Berið 2-4 dropa af EGF Serum á andlit, háls og bringu. Berið á að morgni og bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Berið á hreina húð að kvöldi. Þannig aukast áhrif vörunnar yfir nóttina þegar húðin er í viðgerðarfasa.

Þér gæti einnig líkað við

Hleð inn síðu...