Skin Saviors gjafasett
Eiginleikar og áhrif
Skin Saviors tryggja rakagefandi EGF húðrútínu sem viðheldur heilbrigðri og unglegri ásýnd húðarinnar.
Sérstaklega glæsilegt gjafasett sem inniheldur allt sem til þarf í áhrifaríka EGF húðrútínu. Silkimjúka og létta EGF Essence rakavatnið gengur hratt inn í húðina og undirbýr hana fyrir það serum eða rakakrem sem á eftir kemur. EGF Serum er byltingarkennd húðvara sem inniheldur EGF úr byggi – rakabindandi boðskiptaprótín sem viðheldur heilbrigðri og unglegri ásýnd húðarinnar. EGF Serum býr yfir einstakri virkni; dregur úr ásýnd fínna lína, eykur þéttleika og vinnur gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. Imprinting Hydrogel andlitsmaskinn var sérstaklega þróaður til að auka áhrif EGF í BIOEFFECT serumum auk þess að róa húðina og veita henni djúpvirkan raka. Í sameiningu tryggja vörurnar alhliða EGF húðrútínu sem heldur húðinni sléttri, þéttri og vel nærðri.
- Hentar öllum húðgerðum
- Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
- Ofnæmisprófað
Gjafasettið inniheldur:
EGF Serum
- Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
- Eykur og viðheldur raka í húðinni
- Þéttir og sléttir húðina
- Aðeins 7 hrein innihaldsefni
Stærð: 15ml / 0.5 fl. oz.
EGF Essence
- Endurnærandi og rakagefandi
- Undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT serum og rakakrem
- Hámarkar virkni EGF
- Létt og smýgur hratt inn í húðina
Stærð: 50ml / 1.7 fl. oz.
Imprinting Hydrogel Mask
- Veitir djúpan raka og örvar rakabindingu húðarinnar
- Hámarkar virkni EGF
- Vatnsleysanlegur og niðurbrjótanlegur
- Kælandi og róandi gelmaski
Stærð: 30g / 1.05 oz.
Lykilinnihaldsefni
EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
Innihaldsefnalisti
EGF ESSENCE: WATER (AQUA), GLYCERIN, ISOPENTYLDIOL, PROPYLENE GLYCOL, SODIUM CITRATE, SORBITOL, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
IMPRINTING HYDROGEL MASK: WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CHONDRUS CRISPUS EXTRACT, SODIUM HYALURONATE, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, SUCROSE, HYDROGENATED POLYDECENE, POTASSIUM CHLORIDE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
Hreinar húðvörur
Notkun
Hellið 2-4 skvettum af EGF Essence í lófann og þrýstið mjúklega inn í húðina á andliti og hálsi.
Berið 2-4 dropa af EGF Serum á sömu svæði. Berið á að morgni og bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Berið á hreina húð að kvöldi. Þannig aukast áhrif vörunnar yfir nóttina þegar húðin er í viðgerðarfasa.
Opnið Imprinting Hydrogel Mask andlitsmaskann, fjarlægið gagnsæju filmuna og leggið á andlitið. Við mælum með að leggja neðri hlutann fyrst á húðina. Leyfið maskanum að sitja á húðinni í um 15 mínútur. Fjarlægið og nuddið því serumi sem eftir situr inn í húðina. Má nota kvölds og morgna.