Beint í efni

Skin Saviors gjafasett

Glæsilegt gjafasett sem inniheldur hið margverðlaunaða EGF Serum í fullri stærð, EGF Essence rakavatn í nýrri og handhægri 50 ml stærð og Imprinting Hydrogel andlitsmaska. Áhrifaríkar húðvörur sem auka raka og ljóma, draga úr sýnileika fínna lína og tryggja raunverulegan árangur. (Fullt verð 22.025 kr.).

Eiginleikar og áhrif

Skin Saviors tryggja rakagefandi EGF húðrútínu sem viðheldur heilbrigðri og unglegri ásýnd húðarinnar.

Sérstaklega glæsilegt gjafasett sem inniheldur allt sem til þarf í áhrifaríka EGF húðrútínu. Silkimjúka og létta EGF Essence rakavatnið gengur hratt inn í húðina og undirbýr hana fyrir það serum eða rakakrem sem á eftir kemur. EGF Serum er byltingarkennd húðvara sem inniheldur EGF úr byggi – rakabindandi boðskiptaprótín sem viðheldur heilbrigðri og unglegri ásýnd húðarinnar. EGF Serum býr yfir einstakri virkni; dregur úr ásýnd fínna lína, eykur þéttleika og vinnur gegn sjáanlegum öldrunarmerkjum. Imprinting Hydrogel andlitsmaskinn var sérstaklega þróaður til að auka áhrif EGF í BIOEFFECT serumum auk þess að róa húðina og veita henni djúpvirkan raka. Í sameiningu tryggja vörurnar alhliða EGF húðrútínu sem heldur húðinni sléttri, þéttri og vel nærðri.

 • Hentar öllum húðgerðum
 • Án olíu, ilmefna, alkóhóls, parabena og glútens
 • Ofnæmisprófað

Gjafasettið inniheldur:

EGF Serum

 • Dregur úr ásýnd fínna lína og hrukka
 • Eykur og viðheldur raka í húðinni
 • Þéttir og sléttir húðina
 • Aðeins 7 hrein innihaldsefni

Stærð: 15ml / 0.5 fl. oz.

EGF Essence

 • Endurnærandi og rakagefandi
 • Undirbýr húðina fyrir BIOEFFECT serum og rakakrem
 • Hámarkar virkni EGF
 • Létt og smýgur hratt inn í húðina

Stærð: 50ml / 1.7 fl. oz.

Imprinting Hydrogel Mask

 • Veitir djúpan raka og örvar rakabindingu húðarinnar
 • Hámarkar virkni EGF
 • Vatnsleysanlegur og niðurbrjótanlegur
 • Kælandi og róandi gelmaski

Stærð: 30g / 1.05 oz.

Lykilinnihaldsefni

EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.

Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.

Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.

Innihaldsefnalisti

EGF ESSENCE: WATER (AQUA), GLYCERIN, ISOPENTYLDIOL, PROPYLENE GLYCOL, SODIUM CITRATE, SORBITOL, PHENOXYETHANOL, SODIUM CHLORIDE, CITRIC ACID, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)

IMPRINTING HYDROGEL MASK: WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CHONDRUS CRISPUS EXTRACT, SODIUM HYALURONATE, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, SUCROSE, HYDROGENATED POLYDECENE, POTASSIUM CHLORIDE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA

Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.

Hreinar húðvörur

Notkun

Hellið 2-4 skvettum af EGF Essence í lófann og þrýstið mjúklega inn í húðina á andliti og hálsi.

Berið 2-4 dropa af EGF Serum á sömu svæði. Berið á að morgni og bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Berið á hreina húð að kvöldi. Þannig aukast áhrif vörunnar yfir nóttina þegar húðin er í viðgerðarfasa.

Opnið Imprinting Hydrogel Mask andlitsmaskann, fjarlægið gagnsæju filmuna og leggið á andlitið. Við mælum með að leggja neðri hlutann fyrst á húðina. Leyfið maskanum að sitja á húðinni í um 15 mínútur. Fjarlægið og nuddið því serumi sem eftir situr inn í húðina. Má nota kvölds og morgna.

Passar vel með:

Hleð inn síðu...