Umsagnir
No reviews yet.
Hið margverðlaunaða EGF Serum inniheldur okkar einstaka EGF sem við framleiðum úr byggi. EGF er endurnærandi og rakabindandi prótín sem viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar. EGF úr byggi nær mestri virkni í röku umhverfi. Með notkun Imprinting Hydrogel andlitsmaska er hægt að auka enn frekar á virkni EGF Serum, enda var maskinn sérhannaður til að hámarka áhrif prótínsins. Í sameiningu skilja vörurnar við húðina mjúka, þétta og vel nærða.
Skin Saviors gjafasettinu fylgir veglegt og fallegt EGF Serum hylki. Hylkið, sem var framleitt í takmörkuðu upplagi, ver flöskuna fyrir hnjaski.
EGF Serum
Imprinting Hydrogel Mask
Lúxus Serum Hulstur
Stærð: 15ml + 50g (2 x 25g)
EGF — Rakabindandi og endurnærandi boðskiptaprótín sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Með aldrinum dregur úr magni EGF og í kjölfarið fer að bera á sjáanlegum öldrunarmerkjum. Vísindateymið okkar fann upp aðferð til að vinna EGF úr byggplöntum og nýta í húðvöruframleiðslu. BIOEFFECT EGF er það fyrsta í heiminum sem er framleitt úr plöntum. EGF úr byggi örvar náttúrulega kollagenframleiðslu og viðheldur sléttri og heilbrigðri ásýnd húðarinnar.
Hýalúronsýra — Efni sem fyrirfinnst náttúrulega í húðinni. Hýalúronsýra gegnir mikilvægu hlutverki við að draga til sín og viðhalda raka auk þess að þétta og jafna húðina.
Glýserín — Kraftmikill rakagjafi sem er unninn úr plöntuafurðum. Glýserín dregur til sín raka auk þess að jafna ásýnd og slétta yfirborð húðarinnar.
EGF SERUM: GLYCERIN, WATER (AQUA), SODIUM HYALURONATE, TROMETHAMINE, SODIUM CHLORIDE, BARLEY (HORDEUM VULGARE) SEED EXTRACT, EGF (BARLEY SH-OLIGOPEPTIDE-1)
IMPRINTING HYDROGEL MASK: WATER (AQUA), GLYCERIN, DIPROPYLENE GLYCOL, 1,2-HEXANEDIOL, CERATONIA SILIQUA (CAROB) GUM, CHONDRUS CRISPUS POWDER, CELLULOSE GUM, SODIUM POLYACRYLATE, PHENOXYETHANOL, HYDROGENATED POLYDECENE, TRIDECETH-6, DISODIUM EDTA, SODIUM HYALURONATE
Berið 2-4 dropa af EGF Serum á andlit, háls og bringu, tvisvar á dag. Berið á að morgni og bíðið í 3-5 mínútur áður en aðrar vörur á borð við rakakrem, sólarvörn eða farða eru settar á húðina. Berið á hreina húð að kvöldi. Þannig aukast áhrif vörunnar yfir nóttina þegar húðin er í viðgerðarfasa.
Við mælum með að nota Imprinting Hydrogel maskann 1-2 skipti í viku. Byrjið á að bera EGF Serum á húðina. Opnið maskann varlega, fjarlægið gagnsæju filmuna og leggið maskann á andlitið, með gelhliðina að húðinni. Við mælum með að setja neðri hluta maskans fyrst á andlitið. Fjarlægið hvítu filmuna. Leyfið maskanum að vera á andlitinu í 15 mínútur. Fjarlægið og nuddið því sem eftir situr inn í húðina.
Notist aðeins útvortis og samkvæmt leiðbeiningum. Hafið samband við húðlækni ef varan veldur ertingu.
No reviews yet.