Beint í efni

Ást í anda BIOEFFECT.

Sýndu ást í verki og gefðu þeim sem þú elskar BIOEFFECT. Nú fylgir einnig dásamlegur konudagskaupauki.

Við sýnum ást í verki með konudagskaupauka.

Nú stendur yfir sannkölluð ástarvika. Valentínusardagur tók við af nýliðnum bóndadegi og á sunnudaginn er konudagur, sem er í sérstöku eftirlæti hjá okkur í BIOEFFECT.

Af þessu tilefni gerum við ástinni hátt undir höfði og bjóðum upp á sérstakan konudagskaupauka. Kaupaukinn inniheldur lúxusprufur af EGF Serum og Hydrating Cream í bleiku snyrtiveski úr vistvænu flaueli. Þetta dásamlega sett (5.000 kr. virði) fylgir þegar verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira. Njóttu vel.

Ást við fyrstu sýn.

Í anda hinnar rómantísku #couplegoals samfélagsmiðlahreyfingar eru hér eru nokkur sæt pör sem smellpassa saman og fá okkur til að trúa á sanna ást. Þessar sjarmerandi tvennur eiga það einnig sameiginlegt að vera fullkomin gjöf fyrir fólkið sem þú elskar heitast.

Við hvetjum eldheita elskhuga jafnt sem kæra ástvini til að sýna ást í verki og senda glaðning í anda BIOEFFECT.

#couplegoals

EGF Serum ♥ Hydrating Cream

Byrjaðu á að bera hið margverðlaunaða EGF Serum á andlitið og leyfðu því að ganga inn í húðina. Leggðu næst Berðu því næst á þig Hydrating Cream til að læsa rakann inni og hámarka áhrifin.

EGF Eye Serum ♥ Imprinting Eye Mask

Berðu EGF Eye Serum á húðina umhverfis augun og leggði því næst róandi, kælandi og afar nærandi Imprinting Eye Mask undir hvort auga. Maskinn var sérhannaður til að hámarka virkni EGF Eye Serum.

EGF Power Serum ♥ EGF Power Cream

Tvær kraftmiklar vörur sem hafa öflug áhrif á húðina. Berðu EGF Power Serum á andlitið og fylgdu eftir með EGF Power Cream til að hámarka áhrif, raka og virkni. Hið eina sanna #powercouple.

Fleiri rómantískar gjafahugmyndir.

Hleð inn síðu...