Beint í efni

‚Glazed Doughnut‘ húð, ásýnd hins gljáða kleinuhrings.

Hvað er það, og hvernig er slík rútína framkvæmd? Hér er allt sem þú þarft að vita um húðvörutrendið sem Hailey Bieber kynnti okkur fyrir.

Húðvörutrend ársins 2022.

„Ef ég er ekki eins og gljáður kleinuhringur þegar ég fer í rúmið á kvöldin, þá er ég ekki að gera hlutina rétt,“ sagði fyrirsætan Hailey Bieber í myndbandi á YouTube snemma á síðasta ári og til varð eitt vinsælasta hugtakið í húðumhirðu: ‚Glazed Doughnut Skin‘.

Hvað er ‚glazed doughnut skin‘?

Líkt og nafnið gefur til kynna vísar hugtakið ‚glazed doughnut skin‘ til húðar sem er full af raka, sýnilega þrýstin og gljáandi heilbrigð – rétt eins og gljáður kleinuhringur. Hægt er að nota ákveðnar vörur, ýmist húðvörur eða förðunarvörur, til að framkalla slíka ásýnd. Markmiðið er aftur á móti alltaf það sama; húð sem lítur út fyrir að vera sýnilega þétt, þrýstin og glansandi.

BIOEFFECT ljóminn.

Við hjá BIOEFFECT höfum alltaf vitað að vörurnar okkar framkalla þennan auðkennandi ljóma sem einnig einkennir ‚glazed doughnut‘ húð. Við köllum þessa ásýnd gjarnan BIOEFFECT ljómann (e. BIOEFFECT glow). Með því að nota BIOEFFECT húðvörur er hægt að framkalla ásýnd húðar sem geislar af heilbrigði án þess að þörf sé á að hlaða miklu magni af hyljara eða farða á yfirborð hennar.

Hver er munurinn á ‚glazed doughnut skin‘ og ‚glass skin‘?

Þetta nýja æði sem hefur gert allt vitlaust á samfélagsmiðlum á árinu er náskylt öðru vinsælu hugtaki sem kallast ‚glass skin‘. Bæði endurspegla þau ljómandi heilbrigða og rakafyllta húð. En hver er þá munurinn? ‚Glass skin‘ felur í sér að húðin hafi glerkennda áferð, næstum þannig að hún líti út fyrir að vera fullkomlega óaðfinnanleg. Til að ná fram slíkum áhrifum þarf gjarnan að nota margar húðvörur auk farða og getur aðferðin því verið töluvert tímafrek. Fremur en að ná fram óaðfinnanlegri ásýnd felst ‚Glazed doughnut skin‘ í að fá húðina til að ljóma af náttúrulegu heilbrigði.

Hvernig færðu ‚glazed doughnut‘ húð?

Með réttu vörunum er ekki flókið að kalla fram ‚glazed doughnut‘ áferð, eða BIOEFFECT ljóma. Í stuttu máli mætti lýsa húðrútínunni svona:

  1. Tvöföld hreinsun – farðahreinsir og djúphreinsir
  2. Rakavatn – nærir húðina og undirbýr hana
  3. Serum – virk formúla sem eflir rakabindingu
  4. Andlitskrem – læsir raka inni í húðinni í anda ‚slugging‘ (þetta er einnig hægt að gera með góðum andlitsmaska)
  5. Aukaskref: Viðhaltu ásýndinni allan daginn með rakaspreyi þegar á þarf að halda

‚Glazed Doughnut ‘ húðrútína.

1. Tvöföld hreinsun.

Hrein húð er nauðsynlegur grunnur fyrir húð- og förðunarvörur. Þegar ætlunin er að framkalla ásýnd hins gljáða kleinuhrings er kjörið að byrja á tvöfaldri hreinsun. Við mælum sérstaklega með Micellar Cleansing Water, milda hreinsivatninu okkar sem fjarlægir farða og óhreinindi af yfirborði húðarinnar. Því næst er gott að nota meira djúphreinsandi formúlu til að tryggja að öll óhreinindi séu farin af húðinni og úr húðholunum og dauðar húðfrumur hafi verið fjarlægðar. Við mælum með að nota Volcanic Exfoliator kornaskrúbbinn okkar til að sjá til þess að húðin sé hrein og tilbúin að taka á móti næstu vörum í rútínunni.

2. Rakavatn

Þar sem ‚glazed doughnut‘ aðferðin snýst fyrst og fremst um ríka rakagjöf ætti að fylgja hreinsuninni eftir með nærandi rakavatni sem nærir húðina og greiðir fyrir upptöku þeirra húðvara sem á eftir fylgja. Við mælum sérstaklega með EGF Essence, rakavatninu okkar sem hefur það fram yfir aðrar vörur í sínum flokki að innihalda hið virka og áhrifaríka EGF úr byggi – rakabindandi boðskiptaprótín. Það er auk þess sérstaklega þróað til að undirbúa og hámarka virkni í öðrum BIOEFFECT EGF húðvörum.

3. Serum.

Því næst ætti að bera serum á húðina. Serum er léttar formúlur í vökvakenndu formi sem ganga hratt inn í húðina. Oft innihalda þau virk efni sem auka raka, veita húðinni næringu og efla rakabindingu. EGF Serum er fullkomið fyrir þetta skref, enda er það einstaklega rakagefandi og vinnur á ásýnd hrukka og fínna lína með aðeins 9 hreinum innihaldsefnum – þ. á m. EGF úr byggi.

4. Andlitskrem

Loks er komið að því að læsa rakann í húðinni í anda 'slugging'. Þá er ríkulegt og rakagefandi krem borið á húðina. Með þessu móti er komið í veg fyrir vökvatap en í stað þess að rakalæsa með efnum á borð við vaselín – líkt og oft er gert þegar ‚slugging‘ er annars vegar – notast ‚glazed doughnut‘ aðferðin frekar við rakakrem og andlitsolíur. Slík rakalæsing eykur virkni efna á borð við retínól, sýrur og C-vítamín og því er ekki ráðlagt að nota þau efni samhliða.

Sumar húðgerðir þola illa þung rakakrem eða olíur og því er mikilvægt að hver og einn meti ástand húðarinnar áður en húðvara er valin. Í þessu samhengi er til dæmis vert að nefna að EGF Power Cream er nærandi andlitskrem sem hentar öllum húðgerðum, en er þó sérstaklega hugsað fyrir þroskaða eða þurra húð. Aftur á móti er Hydrating Cream, rakakremið okkar létt og olíulaust og því kjörið fyrir þau sem hafa venjulega, blandaða eða olíukennda húð eða þau sem kjósa að nota léttari formúlur.

Fyrir þau sem vilja meira.

Til að hámarka rakalæsinguna á einfaldan er áhrifaríkan máta má svo nota andlitsmaska til að festa rakann í húðinni. Imprinting Hydrogel Mask er t.a.m. einstaklega kælandi og róandi gelmaski sem leggst yfir andlitið og örvar rakabindingu í húðinni. Hann er stútfullur af nærandi hýalúronsýru og er auk þess sérstaklega þróaður til að hámarka áhrif í BIOEFFECT EGF serumum. Ef þú vilt bæta maskanum inn í ‚glazed doughnut ‘ rútínuna þína mælum við með að hann sé notaður á eftir serumi, áður en andlitskrem er borið á húðina.

Framkalla má enn meiri gljáa með því að nota andlitsolíur. Til að framkalla ásýnd hins gljáða kleinuhrings, eða BIOEFFECT ljóma – og viðhalda ásýndinni allan daginn – mælum við aftur á móti með að spreyja OSA Water Mist yfir andlitið, eins oft og þörf er á. Þetta rakagefandi andlitssprey skilur húðina eftir vel nærða, þétta og slétta og er hinn fullkomni rakagjafi í amstri dagsins. OSA Water Mist má að auki spreyja yfir farða til að fríska upp á ásýndina. Í takmarkaðan tíma fæst þessi einstaka vara með 20% afslætti!

Hydrating Cream Value Set framkallar hinn eina sanna BIOEFFECT ljóma!

Hydrating Cream Value Set.

Hydrating húðvörusettið inniheldur Hydrating Cream, í fullri stærð: létt og olíulaust rakakrem sem inniheldur E vítamín, hýalúronsýru og íslenskt vatn.

Þetta einstaka sett inniheldur einnig nokkrar hreinsandi og rakagefandi vörur í ferðastærðum (já, við elskum húðvörur í ferðastærðum!) sem sjá til þess að húðin sé hrein og ljómandi í allt sumar!

Micellar Cleansing Water: Milt hreinsivatn úr hreinu íslensku vatni og rakagjöfum úr plönturíkinu. Fjarlægir olíur, óhreinindi og farða án þess að þurrka eða erta húðina.

Volcanic Exfoliator: Djúphreinsandi skrúbbur með örfínum ögnum úr íslensku hrauni, fínmöluðum apríkósukjarna og aselsýru. Fjarlægir óhreinindi og dauðar húðfrumur og hreinsar húðholur.

EGF Essence: - Létt og nærandi andlitsvatn sem veitir húðinni aukalag af raka, greiðir fyrir upptöku seruma og rakakrema og hámarkar virkni húðrútínunnar.

Hleð inn síðu...