Beint í efni

Hvernig tengist líftækni húðvörum BIOEFFECT?

Hvernig er líftækni nýtt í snyrti- og húðvöruframleiðslu BIOEFFECT? Hér er allt sem þú þarft að vita um vísindin, tæknina, innihaldsefnin og ávinninginn.

Stöðug framþróun.

Á síðustu árum hefur ör þróun orðið innan snyrti- og húðvöruframleiðslu. Ný tækni hefur gjörbylt framleiðsluaðferðum auk þess sem ný þekking um innihaldsefni, virkni og húðina sjálfa, bæði á meðal framleiðenda og neytenda, hefur kollvarpað iðnaðinum.

Einkum hefur hröð þróun orðið á húðvörum sem nýta innihaldsefni sem eru afurð líftækni (e. biotech skincare). Í þeim tilvikum eru vísindaleg þekking og aðferðir líftækni notuð til að hanna, þróa og framleiða vörur sem hafa sannreyndan ávinning. Hér fjöllum við um þessa einstöku vísindagrein og tengsl hennar við húðvöruheiminn – lestu áfram!

Hvað er líftækni?

Líftækni er grein innan vísinda sem felur í sér beitingu vísindalegra og verkfræðilegra aðferða á lífverur, líffræðileg kerfi eða hluta þeirra í því skyni að breyta þeim, þróa eða framleiða nýja afurð, til dæmis vörur eða vinnuferla, til ákveðinna nota. Þannig er líftækni meðal annars notuð í matvælaframleiðslu, lyfjaþróun, landbúnaði, við niðurbrot á úrgangi og húðvöruframleiðslu.

Líftækni getur gagnast mönnum, dýrum og umhverfinu á margvíslegan hátt. Með líftækni getum við til dæmis breytt eiginleikum plöntutegunda og gert þær betur til þess fallnar að þrífast undir vissum skilyrðum, eða bestað og margfaldað framleiðslu matvæla á umhverfisvænni og hagkvæmari hátt en ella. Á síðustu árum hafa aðferðir líftækni einnig rutt sér til rúms innan snyrti- og húðvörubransans.

BIOEFFECT húðvörur og líftækni.

BIOEFFECT er afurð plöntulíftækni í fremstu röð og vilja til að nýta hana í húðvöruframleiðslu á sem árangursríkastan hátt. Fyrirtækið varð til í kjölfar uppgötvunar þriggja íslenskra vísindamanna, þegar þeim tókst að nýta líftækni og þróa aðferð til að framleiða EGF vaxtarþáttinn (e. Epidermal Growth Factor) í byggplöntum.

Frá upphafi hefur markmið okkar hjá BIOEFFECT verið að nýta til að endurheimta, viðhalda og auka heilbrigði húðarinnar. Þetta gerum við með því að nýta tæknina og nýja þekkingu á sviði líftækni til að framleiða og nýta hrein innihaldsefni sem hafa sannarlega góð og jákvæð áhrif á húðina. Vísindateymið okkar vinnur að stöðugum framförum og aukinni þekkingu á vaxtarþáttum, húðinni sjálfri og áhrifaríkum innihaldsefnum í því skyni að besta árangurinn af notkun BIOEFFECT húðvörulínunnar.

Hvernig tengist líftækni húðvöruframleiðslunni okkar?

Í húðvöruframleiðslu er líftækni nýtt til þess að framleiða innihaldsefni sem eru búin til með skilvirkum hætti í stýrðu umhverfi, til dæmis í sérstöku gróðurhúsi eða á rannsóknarstofu. Líftæknilegar aðferðir eru nýttar til að þessi efni líki eftir og samsvari nákvæmlega efnum sem fyrirfinnast náttúrulega í umhverfinu. Með því að framleiða þau á þennan hátt er oft hægt að einfalda, besta og minnka umhverfisspor framleiðslunnar verulega.

Líkt og margar aðrar greinar hefur snyrti- og húðvöruiðnaðurinn smám saman tileinkað sér aðferðir líftækni. Aukin þekking og meðvitaðri neytendur munu óumflýjanlega leiða til þess að á næstu árum verði líftækni sífellt mikilvægara verkfæri í húðvöruframleiðslu. Eftir því sem tækninni fleygir fram getum við búist við að sjá nýstárlegri innihaldsefni og formúlur sem eru byggðar á klínískum rannsóknum og uppgötvunum, þ.e. vörur sem hafa vísindalega staðfestan ávinning fyrir húðina og ásýnd hennar. Sérstaða okkar hjá BIOEFFECT er einmitt að nýta plöntulíftækni til að framleiða virk og áhrifarík innihaldsefni í byggplöntum.

Nútímaneytandinn er upplýstari og áhugasamari um tækni en nokkru sinni fyrr og leggur sig fram um að skilja vísindin og virknina á bak við þær vörur sem hann velur að nota. Krafan um árangur sem hægt er að staðfesta með klínískum rannsóknum hefur aldrei verið meiri.

Hefur líftækni í húðvöruframleiðslu BIOEFFECT aðra kosti? Hvað með sjálfbærni?

Einn ávinningur af því að nota innihaldsefni sem framleidd eru með líftækni er að lágmarka umhverfisáhrifin sem framleiðsla vörunnar myndi annars hafa. Eftirspurn eftir náttúrulegum innihaldsefnum er nú meiri en framboðið getur annað. Þarna býður líftækni upp á aðra lausn. Nattúrulegar auðlindir eru takmarkaðar en líftækni eru engin takmörk sett, enda gefur hún kost á framleiðsluferli sem skapar ekki sömu hættu á ofnýtingu auðlinda. Vísindi, og líftækni þar með talin, ættu að hafa það að markmiði að varðveita og jafnvel endurheimta auðlindir með sem minnstri losun og jákvæðum umhverfisáhrifum. Framleiðsla sem nýtir aðferðir líftækni getur sannarlega þjónað slíku markmiði.

Hvað geta líftækniframleiddar vörur BIOEFFECT og innihaldsefni gert fyrir húðina?

Innihaldsefni sem framleidd eru með líftækni líkja eftir og samsvara efnum sem fyrirfinnast náttúrulega í umhverfinu. Í einföldu máli má því segja að húðin samþykki þessi efni og að húðfrumurnar skilji þau, rétt eins og önnur efni sem fyrirfinnast náttúrulega í húð. Líftækniframleidd innihaldsefni eru auk þess búin til í stýrðum aðstæðum sem tryggja ákveðinn hreinleika, stöðugleika og sömu gæði frá einni framleiðslulotu til þeirrar næstu.

Versla líftækniframleiddar húðvörur frá BIOEFFECT.

Hleð inn síðu...