Vörur okkar henta öllum húðgerðum og öllum kynjum – en samt vitum við hversu þægilegt það getur verið að fá sértækar hugmyndir fyrir hvern og einn á gjafalistanum. Hvort sem þú ert að leita að gjöf undir jólatréð, í skóinn, tækifærisgjöf eða einfaldlega fylla aðeins á birgðirnar, þá er BIOEFFECT er gjöf sem virkar
Gjafahugmyndir.
Besti tími ársins er runninn upp og flest okkar farin að huga að jólagjöfunum. Að finna réttu gjöfina getur verið krefjandi, en það þarf alls ekki að vera flókið. Hér höfum við tekið saman fallegar BIOEFFECT gjafahugmyndir fyrir hátíðarnar sem framundan eru.

Vinsælast
Á hverju ári fljúga jólagjafasettin okkar út, enda innihalda þau okkar allra vinsælustu vörur. Gjafasettin skarta stórbrotnum myndum af íslenskri náttúru og eru á allt að 25% lægra verði en ef vörurnar eru keyptar stakar.
Að auki má finna okkar vinsælustu vörur í fallegum gjafapokum.
Undir 10.000 kr.
Mini gjafasett eru klassísk jólagjöf og henta fullkomlega í fríið, í ræktina eða fyrir þau sem hafa lengi viljað prófa BIOEFFECT. Teddy taskan er einnig frábær gjöf — rúmgóð, smart og tilvalin fyrir allar húðvörurnar þínar eða helstu nauðsynjar dagsins: lykkla, síma eða BIOEFFECT varasalvann. Svo má ekki gleyma möskunum okkar; fátt jafnast á við að slaka á með maska sem róar húðina, gefur djúpvirkan raka og eykur virkni BIOEFFECT seruma.
Skógjafir.
Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða 12. desember og því er ekki seinna vænna en að aðstoða Stekkjastaur og bræður hans við að græja skógjafirnar. Einnig er tilvalið að finna litla gjöf fyrir leynivininn í vinnunni.
Á ferðinni.
Öll þekkjum við einhvern sem er sífellt á ferðinni (eða erum það jafnvel sjálf). En það þýðir þó ekki að við megum gleyma að huga að húðinni. Þess vegna höfum við tekið saman nokkrar vörur sem henta sérstaklega vel fyrir þau sem eru alltaf “on-the-go”.



























