Veldu þér sumargjöf.
Við vonum að sumarið leiki við þig! Til að auka á gleðina bjóðum við þér að velja á milli þriggja fallegra sumargjafa þegar verslað er fyrir 10.000 kr. eða meira.
Travel Cleansing Set er nú á 50% afslætti!
Þetta handhæga ferðasett inniheldur fjórar BIOEFFECT hreinsivörur í ferðastærð – allt sem til þarf í einfalda en áhrifaríka húðhreinsun. Þetta ferðasett er fullkomin leið til að viðhalda góðri húðumhirðu á ferðalaginu, eða til að kynnast nýjum BIOEFFECT vörum. Margnota bómullarskífa fylgir. Tilboðið gildir í takmarkaðan tíma.
15 ár í blóma.
Við blómstrum af gleði um leið og við fögnum 15 árum af vísindum og virkni með sérútgáfu af okkar allra vinsælustu vöru, EGF Serum. Afmælisútgáfan inniheldur okkar margverðlaunaða EGF Serum (30 ml) og þrjár lúxusprufur af áhrifaríkum BIOEFFECT vörum: EGF Eye Serum (3 ml), EGF Essence (15 ml) og Hydrating Cream (7 ml).
Nýtt og endurbætt EGF Day Serum.
Nú með nýrri formúlu og enn öflugri innihaldsefnum.
Serumið veitir djúpvirkan raka, vinnur á öldrun húðarinnar, hefur róandi og bólgueyðandi áhrif og styrkir ysta varnarlag húðarinnar. Þessi létta, silkimjúka gelformúla gengur hratt og vel inn í húðina og er fullkominn grunnur undir sólarvörn og farða.
Vísindi og virkni.
EGF Power Eye Cream dregur sýnilega úr ásýnd fínna lína og hrukka auk þess að vinna á baugum, þrota og þurrki á áhrifaríkan hátt. Fyrir vikið verður augnsvæðið sléttara og þéttara.
Velkomin í verslanir okkar.
Við hlökkum til að taka á móti þér í verslun BIOEFFECT í Hafnarstræti 19, Hafnartorgi eða í nýrri verslun okkar á Laugavegi 33. Við leggjum áherslu á persónulega og faglega húðráðgjöf og góða þjónustu. Athugið að húðmæling er í boði í verslun okkar í Hafnarstræti. Þegar verslað er hjá okkur fylgir alltaf smá glaðningur, auk þess sem við bjóðum reglulega upp á fallega kaupauka sem fást eingöngu í verslunum okkar.